Alþjóðlegt bankaáhlaup
2.12.2010 | 18:53
Ég ætla að nota þessa frétt til að vekja athygli á alþjóðlegu bankaáhlaupi sem verður núna 7. desember. Hugmyndin að þessari aðgerð kom upphaflega fram í Frakklandi. (Sjá hér) Þar líkt og víðar í heiminum er vaxandi óánægja vegna þess að stjórnvöld þjóna fyrst og fremst bönkunum. Þjónustulund þeirra við bankana bitnar svo á almenningi á þann hátt að smátt og smátt höggva báðir, þ.e. valdhafar og bankar, í réttindi almennings og kjör.
Hér á landi hefur þessi staðreynd verið að renna upp fyrir mörgum. Í þessu sambandi má benda á þær viðræður sem hófust í kjölfar stóru mótmælanna 4. okt. sl. Hér er að sjálfsögðu átt við viðræður samráðsnefndarinnar, sem er mynduð af ríkisstjórninni og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna, við fulltrúa stóru bankanna og lífeyrissjóðanna. Sumir hafa haldið því fram að einhver vilji sé hjá ríkisstjórninni til almennra skuldaleiðréttinga fyrir heimilin en það strandi á fulltrúum fyrrgreindra fjármálastofnana.
Þetta eitt og sér er auðvitað fullgild ástæða fyrir Íslendinga til að taka þátt í því að færa viðskipti sín til banka sem eru enn í sambandi við það hvert hlutverk slíkra stofnana á að vera. Bankastofnanir sem líta svo á að þeim sem frjálst að fara með innistæðurnar eins og sína einkaeign hafa fyrirgert öllu trausti. Hafi þær þar að auki tapað stórfé út á hátternið, fengið það bætt af skattfé almennings og ætlar sér svo enn meira þaðan þá er mælirinn miklu meira en fullur! Það hlýtur því að liggja í hlutarins eðli að segja viðskiptum sínum upp við stofnanir sem koma þannig fram.
Nú hafa verið stofnaðir viðburðir á Fésbókinni í 28 löndum undir yfirskriftinni Bankrun 2010. Þar á meðal þessi hér á Íslandi. Þegar þetta er skrifað hafa u.þ.b. 750 skráð sig til þátttöku og vekur það vissulega athygli í samanburði við hinar þjóðirnar 27 sem hafa stofnað sambærilega viðburði. Hér að neðan er yfirlit yfir þau lönd sem eru komin með fleiri þátttakendur en hér á Íslandi:
- Frakkland: 30.229 og fjölgar stöðugt (Sjá hér)
- England: 8.073 og fer fjölgandi (Sjá hér)
- Ítalía: 7.092 og fer stöðugt fjölgandi (Sjá hér)
- Spánn: 7.574 og fer fjölgandi (Sjá hér)
- Þýskaland: 3.000 tölurnar færast ýmist upp eða niður (Sjá hér)
- Portúgal: 1.853 og fjölgar eitthvað (Sjá hér)
- Argentína: 1.781 og fjölgar þó það sé hægt (Sjá hér)
Önnur lönd sem taka þátt eru: Albanía, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Grikkland, Holland, Írland, Kanada, Kólumbía, Líbanon, Lúxemborg, Mexíkó, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Svíþjóð, Tékkland og Úrúguay. Fésbókarviðburðirnir sem hafa verið stofnaðir fyrir þessi lönd eru með á milli 29-636 þátttakendur. Fæsta í Kanada en það eru Grikkir sem koma næst á eftir Íslendingum.
Hver var að tala um að Íslendingar væru óduglegir við að mótmæla?!?
Yfirlit yfir þátttökulönd er bæði að finna á íslenska viðburðinum og svo hér.
Mikil óvissa í Stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:49 | Facebook
Athugasemdir
Er einhver valkostur hér um hvert hægt er að flytja sínar innistæður? Allir bankar hér eru af sama meiði. Glæpastofnanir. Ekki er verið að leggja til að fólk geymi peningana sína unir koddanum?
Annars er annað, sem ég vil benda á varðandi það að andæva yfirgangi bankanna, en það er að fólk hætti að borga af lánum fyrr en að bankarnir sýni fram á að samningur eða skuldabréf sé óyggjandi til. Afrit eða orginall. Þeir hafa í mörgum tilfellum ekki þessi bréf og þau eru týnd í vafningum um allar jarðir.
Írar hafa látið reyna á þetta og það hefur virkað. Hér er viðtal, sem vert er að hlusta á. Þessi umræða kom hér upp en sofnaði útaf af einhverjum ástæðum. Ef fólk binst samtökum um þetta þá ætti það að geta hrist alvarlega upp í þessum bönkum. Það sem við höfum svo fram yfir Íra er að hér hafa fallið dómar um að körfulánin séu ólögleg. Einmitt þessi lán er hæpið að finna skjalfesta staðfestingu á. Samningarnir eru ekki til í bönkunum og löngu týndir.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 20:05
Heil og sæl Rakel; æfinlega - og gestir þínir, aðrir !
Um leið; og ég vil þakka þér fyrir, þessa gagnlegu samantekt, svo og tunnubarsmíðarnar ótæpilegar; Rakel; vil ég benda þér á; Jón Steinar, að þeir eru að minnsta kosti 2; Sparisjóðirnir, sem við getum treyst, fyrir okkar fjármunum - sem eru : Sparisjóður Suður- Þingeyinga (í Reykjahlíð og víðar), svo og Sparisjóður Strandamanna (á Hólmavík og nágrenni).
Svo; aðeins séu nefndir, Jón Steinar, um innlenda Sparisjóði.
Mér fannst rétt; sem skylt, að koma þessu að, í umræðunni, gott fólk.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem jafnan - og fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 20:32
Á ekki Arion Banki flesta ef ekki alla sparisjóði í landinu? Ég vildi gjarna fá útlistun á eignarhaldinu, svart á hvítu áður en ég tek þig á orðinu Óskar.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 21:11
Komið þið sæl; að nýju !
Jón Steinar !
Reyndar; hefi ég ekki, lagst í neinar rannsóknir, á eignarhaldi tiltekinna Sparisjóða, svo að ekkert skal ég fullyrða, þar um, svo sem, ágæti drengur.
En; gott orð, hafa þessir 2 fengið, að minnsta kosti, Jón minn.
Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 22:35
Ég talaði við starfsmenn þessara sparisjóða sem Óskar Helgi bendir á fyrr í dag. Þessir hafa þá sérstöðu að þeir hafa enga ríkisstyrki þegið og byggja á gömlu hugmyndinni um sparisjóðsrekstur. Ég finn reyndar engar heimildir um þetta sem ég get vísað á hér. Þú getur hins vegar áttað þig svolítið á Sparisjóði Suður-Þingeyinga hér og hér og Sparisjóði Strandamanna hér og hér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.12.2010 kl. 22:42
Mikið ótrúlega sem það er vitlaust þetta lið. Um að gera að reyna koma restini af bankakerfinu í lóg. Það sem er þó lang spaugilegast við þetta er að ef einhvern langar til að vita hverjir það voru sem tóku peingana sína út úr bönkunum þá er bara að kirða upp nöfnin af facebook og fara í svo í heimsókn :)
Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 23:13
Er ekki lágmarkið að tala sjálfur eins og vitsmunavera þegar maður bregður öðrum um vitsmunaskort?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.12.2010 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.