Ganglegir upplýsingavefir um frambjóðendur og kosningakerfið
26.11.2010 | 15:44
Ég vona að þú hafir ákveðið að taka þátt í kosningunum til stjórnlagaþingsins á morgun. E.t.v. ertu búin/-inn að því eða hefur þegar raðað þeim sem þú ætlar að kjósa. Ef ekki langar mig til að benda þér á nokkrar síður sem þú getur farið inn á til að kynna þér kjósendur eða afla þér upplýsinga um kosningakerfið.
- Svipan.is Þar eru ýtarlegar upplýsingar um frambjóðendur (þ.e. þá sem svöruðu) Hér eru frambjóðendur m.a. spurðir um flokks- og hagsmunatengsl og svo það hvort þeir hafi lesið núverandi Stjórnarskrá ásamt Rannsóknarskýrslu Alþingis.
- RUV-útvarpsviðtal Frambjóðendur svara þremur spurningum sem varða það hvort og hvernig þeir vilji breyta stjórnarskránni og hvers vegna þeir bjóða sig fram.
- Kjóstu! sem er upplýsingavefur frambjóðenda með hagnýtum leiðbeiningum um það hvernig kosningakerfið virkar. Auk þess er bent er á síður inni á DV sem hafa hjálpað sumum við að velja úr öllum þeim fjölda sem býður sig fram.
Ég get auðvitað ekki látið hjá líða að vekja athygli á því að ég er sjálf í framboði en ég tók saman yfirlit yfir upplýsingar varðandi það sem er hægt að nálgast hér á Netinu um framboð mitt hér.
Að lokum óska ég okkur öllum þess að útkoma þessa stjórnlagaþings verði stjórnarskrá sem verður framtíð íslensku þjóðarinnar og fósturjörðinni okkar til heilla
![]() |
Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Facebook
Athugasemdir
Já ég er búin að hafa mikla ánægju af að raða ykkur niður á minn lista, bara eftir að fara á kjörstað og merkja inn. gangi þér vel Rakel mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2010 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.