Ræningjarnir vaða enn uppi!

Það vita það allir sem fylgjast með þessu bloggi að ég hef stórfelldar áhyggjur af því hvað verður um íslenskt samfélag og það ekki af ástæðulausu. Við erum á valdi ósvífinna græðgisafla sem hafa lagt undir sig bankana og lífeyrissjóðina. Þau hafa líka lagt undir sig hagsmunabaráttu verkalýðsins.

GræðgissvínSamt sem áður finnst ríkisstjórninni það eðlilegast að ræða einmitt við þessa aðila þegar kemur að því að ræða afleiðingar gjörða þeirra á kjör almennings. Þ.e. skuldavanda heimilanna. Miðað við framkomu eigenda bankanna og stjórnenda lífeyrissjóðanna í aðdraganda efnahagshrunsins og líka eftir hrun ætti það ekki að koma neinum á óvart að niðurstaða svokallaðs sérfræðingahóps sem var skipaður eftir stóru mótmælin 4. okt. sl. skilaði almenningi nánast engu.

Það þarf vart að minna á það að það voru eigendur bankanna og stjórnendur lífeyrissjóðanna sem „gömbluðu“ þannig með þá fjármuni sem þeim var trúað fyrir að úr varð sá forsendubrestur lánasamninga sem almenningur líður fyrir nú. Það að þeir skuli koma að ákvörðunum um það hvort og hvernig eigi að bregðast við þeim skuldavanda sem varð til af þessu er forkastanlegt. Það er reyndar álíka gáfulegt og tryggingarfélög hefðu það að reglu að kalla innbrotsþjófa inn í það verkefni að meta hvort eða hve mikið þeir ættu að bæta tjón sem er tilorðið fyrir verk þeirra!

Græðgisdólgarnir sem stýra þessum fjármálastofnunum hafa með mikilli reikniskúnst reiknað sig frá allri sanngirni og stungið réttlætinu ofan í tunnuna. Meðvirk ákvarðanafælni ríkisstjórnarinnar hefur svo verið gefin út í 40 blaðsíðna skýrslu studda af talnakúnst glæpamannanna sem ullu almenningi því tjóni sem kostar sífellt stærra hlutfall hans atvinnuna og eignirnar. Í stað þess að rísa upp til varnar tekur sívaxandi fjöldi til þess ráðs að kveðja fósturjörðina með því annaðhvort að flytja eða yfirgefa þennan heim.

Græðgiskúltúr Hin græðgisfulla og tilfinningalausa sérhagsmunaklíka lætur sér fátt um finnast. Hún verst til að viðhalda sjálfri sér og neitar að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Á meðan magnast reiðin úti í samfélaginu en í bakaraofni hennar mallar hættan sem þessari klíku óar ekki fyrir enda veit enginn hvernig rétturinn mun líta út fyrr en hann sprengir utan af sér ofninn.

Enda er alveg sama hvað þessi bófaflokkur reiknar. Hann getur aldrei reiknað sig frá þessari staðreynd:

Í skýrslu sérfræðingahópsins kemur fram að kostnaður við almenna lækkun skulda um 15,5% er 185 milljarðar.  Samkvæmt fulltrúa í sérfræðingahópnum fengu bankarnir 420 milljarða afslátt af lánasöfnum heimilanna við yfirfærsluna milli gömlu og nýju bankanna.  Því er ljóst að bankarnir ráða vel  við sinn hlut og enn er töluvert svigrúm til að koma til móts við fólk sem á í meiri vanda en svo að almenn leiðrétting hjálpi þeim.

Þá hefur komið fram að hlutur lífeyrissjóða vegna þessara leiðréttinga sé um 75 milljarðar.  Í því samhengi benda þingmenn Hreyfingarinnar á að lífeyrissjóðirnir hafa fengið yfir 126 milljarða í verðbætur vegna  sjóðfélagalána og sem lánveitandi Íbúðalánasjóðs, frá ársbyrjun 2008.  Þá fengu lífeyrissjóðirnir um 33 milljarða afslátt af íbúðabréfum sem þeir keyptu af Seðlabankanum í maí 2010. Svigrúm lífeyrissjóðanna er því einnig nægilegt. (sjá hér)
mbl.is Hollvinir lentu í hremmingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott færsla hjá þér og hafðu þakkir fyrir gott starf í þágu okkar og blogg.

Sæl Rakel þú þarf að hafa samband við mig í síma 8691804 ef þú getur.

Sigurður Haraldsson, 11.11.2010 kl. 23:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hún er áhugaverð bloggfærslan hans Ragnars...  ->   http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/1115310/?fb=1   Þannig fer þjófnaðurinn fram!! 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2010 kl. 00:41

3 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Sammála! Það er algjörlega forkastanlegt að bankarnir skuli hafa nokkuð um það að segja hvernig staðið verður að leiðréttingu lána vegna forsendubrests sem þeir eiga stóran þátt í að varð hér. Gamlir bankar..nýir bankar, þetta eru ennþá glæpastofnanir sem ræna og rupla almenning eins og þeir geta! Er ekki komið nóg af þessari þvælu ríkisstjórnarinnar og þurfa lántakendur ekki að taka sig saman og hætta að láta vaða yfir sig á drullugum skónum? Það lítur ekki út fyrir að Jóhanna og co. komi með neina lausn sem vit er í enda varla við því að búast. Einhver hér á blogginu sagði að það þyrfti víst að "tunna þau út" og styð ég þá tillögu heilshugar. Við þurfum að losna við þetta lið áður en þau valda meiri skaða en þau hafa þegar gert. Ríkisstjórn sem ætlar sér að leysa vandamál þúsunda heimila á þann hátt að fara eftir ráðum ræningjanna á ekki að fá að sitja deginum lengur á valdastóli!

Edda Karlsdóttir, 12.11.2010 kl. 00:58

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Edda það var ábyggilega Rakel sjálf sem vildi "tunna þau út" hún er ein að skipuleggjendum tunnumótmælanna....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.11.2010 kl. 01:14

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Já hann Grétar lífeyrispamfíll sagði að það væri í lagi að gera eitthvað ef það kostaði ekki peninga. Ég verð að játa það að ég stökk brjálaður upp úr stólnum. Það var talað við fleiri sem voru sammála honum. þetta er sama fólkið og vildi láta þjóðina borga fleiri hundruð miljarða í Isave bullið þá voru nógir peningar til,en að gera eitthvað fyrir okkur,sem búið er að gera eigna

laus er ekkert hægt að gera. Þrátt fyrir að bankarnir og Lífeyrissjóðirnir hafi fengið tæblega sex hundruð miljarða af skrifaða.

Þórarinn Baldursson, 12.11.2010 kl. 01:21

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Siggi, ég hringi á morgun. Minntu mig á það í gegnum Fésið ef ég verð ekki búin að því fyrir aðra nótt

Jóna, ég fylgist reglulega með blogginu hans Ragnars Þórs enda mörg þeirra afar mögnuð og upplýsandi.

Edda, tek heils hugar undir með þér. Það var ekki ég sem talaði um að tunna ríkisstjórnina út. Hins vegar komst ég að því eftir gagnlegt samtal við fróðan mann að þetta http://utanthingsstjorn.is/ væri sennilega illskásti kosturinn í þeirri stöðu sem við erum í, í dag.

Ég segi nánar frá þessu hér á næstu dögum þar sem ég skýri aðdragandann, hugmyndina og framkvæmdina.

Þórarinn, forgangsröðunin er ekki aðeins sorgleg heldur svívirðileg ekki síst í ljósi þess hvað ríkissjóður hefur dælt inn í þessar stofnanir til að hlífa þeim við því falli sem eigendur og stjórnendur þeirra stýrðu þeim út í. Maður er svo yfirþyrmdur af því óréttlæti sem forgangsröðun fjármálastofnana fram yfir hagsmuni meiri hluta íbúa landsins að mann setur stundum hljóðan

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.11.2010 kl. 01:37

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sæl Rakel sem og aðrir vinir og vandamenn !

    Rakel þú talar um lífeyrissjóði sem og ríkisstjórn , mér vitandi er hvorugt til á Ísa köldu landi , aftur á móti kannast ég við Sukksjóði sem og Bankastjórn er hefir aðsetur niðurvið Austurvöll , þ.e. í Þjóðarleikhúsinu .

    Þakka frábært blogg - eigið góðar stundir um þessar mundir .

Hörður B Hjartarson, 12.11.2010 kl. 02:42

8 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það eina sem þessi volaða ríkisstjórn, banka- og lífeyrismafían er að gera núna er að reyna að finna út hversu mikið af þýfinu hún þarf að skila til baka til að sýnast vera að gera eitthvað. Það verður aldrei annað en snuð. Rányrkjan heldur svo áfram. Jóhanna og Steingrímur hafa sýnt það og sannað að „nýtt“ Ísland stendur ekki til boða á þeirra vakt. Vilji maður sanngirni og réttlæti þarf að leita út fyrir landssteinana.

Ævar Rafn Kjartansson, 12.11.2010 kl. 10:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2010 kl. 18:35

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Ævar ! Því miður , þá er þetta nánast sannleikurinn helber hjá þér .

Hörður B Hjartarson, 13.11.2010 kl. 21:11

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Lækkun skulda vinnuaflsins samfara breytingu lánaforma í átt til alþjóðlegra staðla hvað varðar jafngreiðsluveðskuldar lán er fjárfesting til langframa. Þá er fjárfest í lækkun húsnæðisþáttar í heildarlaunum Íslensku vsk geiranna sem skila hagnað af verðmæta sköpun en ekki á greiðsluerfiðleikum og gjaldþrota reddingum eins og Íslenski Fjármálgeirinn sem borgar ekki vsk, og er hlutfallslega sá veltumesti og kostnaðarsamasti í heimi. 

Hér þarf að mennta fólk í langtíma lána málum 30 til 45 ár. Róm var ekki byggð á einum degi. En byggð til að endast.

Reikni menn nú gróðann af fjárfestingu  þegar fórnarkostnaðurinn er þekktur.

Verkakonur komandi kynslóð verða gamlar og þær þurfa að geta átt áhyggjulaust ævikvöld.

Júlíus Björnsson, 13.11.2010 kl. 21:24

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir innlit og innlegg. Get tekið undir allt sem Ævar Rafn bendir á en skil því miður ekki innleggið hans Júlíusar til fulls. Sennilega er þetta allt of lærður texti. Of litaður af sérfræðiorðum fjármálalífsins til að óinnvígðir geti náð samhenginu með góðu móti Það sem ég skil er þó undirtektir við þann málstað að það er engan veginn sanngjarnt að gera þær kröfur á íslenskt launafólk að það beri skuldir fjármagnsgeirans.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.11.2010 kl. 14:20

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er rétt hjá Rakel.  Til þess að skilja mig er gott að kynna sér sögu borgríkja meginlands Evrópu ekki bara bænda og sjómanna menningu Íslands. Mikill hlut af umræðunni hér byggir á menginlandsgrunni Evrópu, þeim gildum, stjórnunarhefðum  sem þar hafa ríkt lítið breyttar. 

Regla númer eitt.

Neytendur Borgríkis selja aðgang að sínum mörkuðum : þeirra neytendur tryggja raunveruleika verðmætanna. Þess vegna eru allstaðar utan Íslands dýrast að búa í stórborgum  og laun hæst þótt kaupmáttur þurfi ekki að vera það.

Stjórnendur þessara ríkja í hundraðir ára skipta þegnum sínum upp í gróft sagt 3 hópa.

  80% eru svokallaður stöðuleikahópur  labour = vinnuafl tengist fæðingu sem er grunnur tekjumöguleika, tengist mest erfiðs eða líkamlegri vinnu fyrir hundrað árum tæknin hefur að mestu tekið þann þátt úr umferð.

10% tekjuhæstu á hverju tíma er toppur og svokölluð millistétt: erlendis tengist þetta ekki nauðsynlega menntun eða launaðri vinnu. þetta eru toppar í stjórnsýslunni og virkilegir hluthafar í ábátasömu rekstri og fækkandi hópur stóreignamanna, með tekjur upp og niður: sem valda sveiflum í ýmsum þáttum neyslunnar.

10% er svo hér áður fyrir betlara og farandfólk: Núna atvinnuleitendur og öryrkjar líka sem hafa ekki áhrif á neysluverð.

Borgríkin hafa alltaf verið í samkeppni um mestu tekjurnar og til þess að tryggja sínar ytri tekjur hefur alltaf skipt máli að 80% kosti sem minnst í heildarlaunum en hafi sem mestan kaupmátt, sé vel mótaður og skili afkostum. Þessi kaupmáttur tryggir viðskipti til að tryggja útflutning verðmætasköpunar Borgríkisins.

Þess vegna er hefð fyrir því að auka kaupmátt með lágum húsnæðiskostnaði til að tryggja meir ráðstöfunartekjur til eftirspurnar. Þar er ekki litið á húsnæði þessa hóps sem ráðstöfunartekjur eins og hér.   

Þá er fyrst gert ráð fyrir húsnæðiskostanaði á starfsæfi, áður 30 ár, nú að stefna almennt í 45 ár fyrir þennan hóp neytendanna.  Með lánum og vöxtum eða leigu, og viðhaldi og tengdum sköttum er  þetta yfirleitt um 50% af heildar árstekjum eftir skatta og lífeyrissjóðbindingar. 

Hinn helmingurinn er svo neysla og vaxandi hluti fer í skammtímavexti.

Þetta einfalda grunn hagfræði módel einkennir öll efnahagsleg stöðuleika  ríki heimsins. Skoðanir alþjóða fræðinga miða líka öll sín fræði og ályktanir við þann hugmynda heim sem þeir hafa alist upp í.

Í lýðræðislegum borgarríkjum snýst síðan allt í framhaldi um meiri hluta einmitt þessi 80%.

Við sjáum að veruleikin á Íslandi snýst alfarið um áhættu og óstöðugleika. Enda er viðmunar hópur stjórnsýslunnar: hann sjálfur. 

Ástæðina fyrir þessu er að Ísland [Reykjavíkur svæðið] er ekki  nógu nálægt öðru borgríki til að tryggja raunhæfan samanburð.  Hér komast hagsmunaðilar upp með að nota sín sérhæfðu hagstjórnar mælitæki og aðferðir, lánsform og vísitölur sem er hlutbundnar að því leyti að allt sem þeir aðhafast kemur vel úr fyrir heildina á pappírum .

Ég tel að þeir hafi getað blekkt ,ekki bara sjálfan sig og sína þegna heldur stóran hluta alþjóðsamfélagsins líka.  Íslenskar frumskráningar á upplýsingum var að þessu leyti kostur. Hinsvegar eftir EES samninginn  gerði græðgi í lánafyrirgreiðslur til hagræðingar það að verkum að ensk tunga varð algengari og  flestir aðilar erlendis er búnir að sjá í gegnum sér Íslenska Hagstjórnarformið.

Bara húsnæðisnæðiskostnaður hér gerir öll Íslensk fyrirtæki ósamkeppnifær í Alþjóða tilliti. Því hann heldur upp launakröfum 80% þegnanna.

Erlendis eru raunvextir á 30 ára jafngreiðslu lánum  um 10% til 30% miðað við lántíma og gert ráð fyrir 40% til 60% vöxtum vegna verðbólgu mismunandi eftir ríkjum 2,5%  á ári eru hámörk 1.flokks evru Seðlabanka [að mati Þjóðverja t.d.] en 3,5% á ári eru hámörk annars flokks evru ríkja. Meira frelsi er nú ekki leift hjá ábyrgum efnahagsstjórnum. Verðbólgu langtímavæntingar.

Þetta gerir heildar vaxta prósentu á bilinu 50% til 90%.

Íbúalánsjóður byrjar með 85% miðað við 30 ár og hefur að markmiði að fara upp i 110% með því að nota negatinve amortization lánsform sem er notað í tilfellum skammtíma [5 ára] áhættu  erlendis. Til dæmis þegar verið er að markað setja og stofna útibú. Þá vex gróðinn með hverju ný útibúi til að byrja með og fjárfestir[lánadrottinn vill eiga hlutdeild í því þar sem veðin eru ekki til örugg í upphafi].

Verðbætur er hinsvegar reiknaðar mest fyrst á langtíma lánum  stöðuleika hópsins erlendis. Til þess að greiðslur lækki að raunvirði á lánstímum, til taka á móti viðhaldskostnaði meðal  annars.  Hér á Íslandi ríkir mjög mikill áratuga gamall misskilningur á því hversvegna vextir eru mestir fyrst. Hinsvegar  mæli ég með Irving Fisher sem spilaði stórt hlutverk í sögu allskonar hagfræði vísa [vísitalna] eftir heimskreppuna miklu.

Ekki til að valda greiðslu erfiðleikum, til að 70%  lengi í 45 ár, eða borgi dráttarvexti og yfirdráttar vexti.    

Erlendis eru 80% lífeyrisjóða reknir án áhættu og sjáfbærir á forsemdum samtryggingar og samtöðu kynslóðanna. 

Flestar stórborgir hætta fyrr enn síðar að vaxa vegna þess að það er ákveðið af viðkomandi stjórnvöldum.  

Fræðingarnir hér eru með skoðanir sem  standast ekki í alþjóðasamhengi.

Ég vil að hér verði innleiddur alþjóðlega viðurkenndur stöðugur efnahagsgrunnur að erlendri fyrirmynd og Háskólinn lagi sínar áherslur að honum.

Einfaldleika er einfalt að skilja og hann er aðalatriði í ábyrgri langtíma efnahagsstjórn.

Flókið getur verið gróði  en það leiðir oftar en ekki til taps á langtíma grundvelli. Leynd hentar einföldum kerfum því hún gerir þau flókin að skilja. 

80% hér í stjórnsýsluni þarf að vera augljóst og einfalt.

Það þykir óeðilegt utan Íslands að ráðstöfnartekjur 80% neytendana lækki vegna þess að húsnæðskostnaður hækkar á starfsævinni.

Með því að lækka raunvexti og sleppa ávöxtunar kröfu með tengingu við neysluvístölu er hægt að sleppa vaxtaniðurgreiðslum í ágúst, og persónuaflætti á launum og minnka 18% lífeyrisjóðabindingu af árslaunum.

Auka innflutning á gæða vöru sem við getum ekki framleitt sjálf, til að aðrir vilji eiga góð viðskipti við okkur. Nýta okkur legu landsins og regluverk EU út í ystu æsar til að vernda langvarndi heildarhagsmuni 80%. 

Júlíus Björnsson, 14.11.2010 kl. 20:36

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þakka þér fyrir þennan efnismikla og fróðlega pistil Júlíus!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.11.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband