Síðasti borgarafundur vetrarins

Borgarafundur verður haldinn í Deiglunni fimmtudagskvöldið 8. apríl n.k. og hefst hann kl. 20:00. Yfirskrift fundarins er: „Hver vinnur Akureyri?“ en tilefnið er bæjarstjórnarkosningarnar núna í maí. Spyrlar munu spyrja fulltrúa af framboðslistunum, sem bjóða fram til komandi kosninga, um málefni sem varða akureyskt samfélag og framtíð Akureyrar.

Fundarstjóri: Embla Eir Oddsdóttir

Pallborðið:
Edward H. Huijbens, fulltrúi Vinstri grænna
Geir Kristinn Aðalsteinsson, fulltrúi L-listans
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, fulltrúi Framsóknarflokks
Logi Már Einarsson, fulltrúi Samfylkingar
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks
Sigurður Guðmundsson, fulltrúi Bæjarlistans

Spyrlar og málefnin sem þeir hafa á sinni könnu:
Erlendur Steinar Friðriksson: Framtíðarsýnin
Jóhann Ásmundsson: Atvinnumálin
Jóna Lovísa Jónsdóttir: Velferðarmálin
Knútur Karlsson: Miðbæjarskipulagið

                                                               Borgarafundanefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott og gott mál.  Áfram Rakel mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2010 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband