Algerlega glórulaust feigðarflan!
22.2.2010 | 23:04
Á meðan jakkafataklæddir hagfræðiheimspekingar bora með strokleðruðum blýöntum upp undir nasavængina og reikna út kúlulagaðan rosahagnað af hátæknisjúkrahúsum í námunda við alþjóðaflugvöllinn þá þarf fólk að bíta á jaxlinn á meðan það er keyrt gegnum djúpa dali og fyrir langa firði, yfir heiðar og skörð í fljúgandi hálku...
Slíkar eru afleiðingar niðurskurðarstefnu sem miðar að því að skera niður heilbrigðisþjónustuna við fólkið í landinu til að búa til hagnað fyrir endurbætur og/eða byggingu á glerspíruðum milljónasjúkrahúsum sem glansa svo ákaft að glampinn blindar m.a. sjúklinga í öðrum efnahagslögsögum! Okkur má öllum vera ljóst þvílíkt glóruleysi og feigðarflan hlýst af þessu ef við leyfum því að viðgangast!
Afskipta- og tilfinningaleysi samúðarlausrar græðgishyggjunnar hugsar aldrei um fólk heldur tölur sem er hægt að setja upp í formúlur sem sýna útkomur upp á a.m.k. tíu stafa tölu. Tölur sem við hin sem búum enn yfir tilfinningum, samkennd, gæsku náum engu sambandi við frekar en handanheiminn enda við af holdi og blóði og varðveitum mennskuna í okkur!
Spurning hvenær heitt og kalt mætast. Spurning hvenær þeim sem búa enn yfir eðlilegu tilfinningalegu hitastigi sjóða upp úr gagnvart þeim sem hafa glatað sínum langt niður fyrir frostmark í einhverri gróðalíkindaformúlunni!
Langar að benda ykkur á þessa færslu Þorsteins Vals Baldvinssonar Hjelms og þessa færslu Jóns Halldórs Guðmundssonar við þessa sömu frétt.
Níu fluttir á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur einhver upplýst mig um það til hvers þarf að byggja nýjan Landspítala núna á sama tíma og allt er skorið niður ?
Þórður Grétarsson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 06:36
Valdhroki og einsefna til göturnar tími fjórflokksins er liðinn!
Sigurður Haraldsson, 23.2.2010 kl. 09:13
Hvernig væri að fara að hittast fljótlega yfir kaffi frú Rakel ?
Aðalheiður Ámundadóttir, 23.2.2010 kl. 13:30
Þórður: Þessi færsla birtist sem glósa inni á Fésinu hjá mér. Þar er einn sem augljóslega leggur þessari hugmynd lið. Kannski þú finnir rökin sem þú leitar í innleggi hans við glósuna. Ég kannast við rökin sem hann nefnir. Mér finnst ekkert hald í þeim. Þvert á móti. Renna þau í gegn eins og sandur!
Sigurður: Athugasemd þín varð mér kveikja að hugleiðingum sem ég veit ekki hvort ég láti verða af af að skrifa. Ef af verður er ekki endilega víst að þú verðir hrifinn
Aðalheiður: Ég er búin að hafa það á stefnuskránni að hitta þig lengi. Þess vegna líst mér afar vel á það að við gerum eitthvað í því fyrr en fljótlega. Fljótlega er nefnilega tímahugtak sem hefur tilhneigingu til að teygja sig upp í það að verða heilt ár Ég væri alveg til í að við settum okkur að hittast sem fyrst. Jafnvel um næstu helgi. Ef þú ert Eyrarpúki þá er ég með símana þína Skora á þig að taka til þinna ráða ef ég stend ekki við það að láta heyra í mér á næstu dögum. Gefðu mér samt svona viku fyrst
Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.2.2010 kl. 21:44
Rakel lát heyra málfrelsi er lýðræði.
Sigurður Haraldsson, 26.2.2010 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.