Í nafni siðbótar á vettvangi stjórnmálanna

Ég má til að vekja athygli á þessari síðu og yfirlýsingunni sem hún inniheldur:

Yfirlýsing

Ég er Alþingismaður. Vinnuveitendur mínir eru fólkið í landinu og til þeirra sæki ég umboð mitt.

Sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar heiti ég að:

  • setja hagsmuni þjóðarinnar framar hagsmunum flokksins, sjálfs mín og hvers konar sérhagsmuna.
  • flytja mál, tala og kjósa í hverju máli samkvæmt eigin sannfæringu.
  • gera í alla staði mitt besta til að standa undir því trausti sem mér er sýnt.

Af virðingu við lýðræðið heiti ég að...

  • meta skoðanir og hugmyndir á eigin verðleikum, óháð því hver setur þær fram.
  • virða þá sem eru mér ósammála, kynna mér rök þeirra og skilja til hlítar hvar okkur greinir á.
  • orða skoðanir mínar þannig að leiði til samstöðu og sáttar frekar en sundrungu.

Í anda uppbyggilegrar umræðu heiti ég að...

  • byggja skoðun mína á öllum staðreyndum mála, einnig þeim sem ekki henta mínum málstað.
  • vera tilbúinn að skipta um skoðun ef nýjar upplýsingar, skilningur eða aðstæður kalla á það - og unna öðrum hins sama.

Jafnframt heiti ég því að hafa í huga að aðrir Alþingismenn eru samstarfsmenn mínir – og eru líka hér til að vinna Íslandi vel. Það sem skilur okkur að eru þær leiðir sem við teljum líklegastar til árangurs. Við erum því ekki andstæðingar, heldur samherjar í því að vinna að hagsmunum þjóðarinnar.

Þegar þetta er skrifað hafa 418 skorðað  á alþingismenn að gangast undir þessa yfirlýsingu og þrír alþingismenn gengis opinberlega undir hana. Ef þú vilt bætast í hópinn þá gengur þú einfaldlega í þennan  Facebook-hóp

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta eru góðar reglur til þess að fara eftir.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.1.2010 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband