Ekkert vesen
3.1.2013 | 00:00
Að vera eða ekki vera.
Einu sinni voru konur lokaðar af inni á heimilinu til undirstrikunar ekki veru þeirra. Flestar voru ekki með neitt vesen og tóku þessari ekki til verund sinni þegjandi. Þær létu körlunum það eftir að vera. Á þessum tímum réðu karlar líka heiminum.
Eignastéttin lét hinum allslausu framleiðslu nauðsynja og endurnýjunina á vinnuaflinu eftir á meðan fulltrúar hennar þrefuðu um afstæðiskenningar og grundvöll heimspekinnar og mótuðu stefnur í pólitík til að koma nöfnum sínum á spjöld sögunnar.
Nú hefur afþreyingariðnaðurinn tekið það að sér að skapa ekki verur af báðum kynjum svo eignastéttin eigi auðveldara með að loka þræla sína inni í afmörkuðum ekki veruleika. Framleiðslan snýst ekki lengur um nauðsynjar heldur gerviþarfir, afþreyingu og síðast en ekki síst skuldir sem eru færðar inn sem rafkrónur á reikninga eignastéttar nútímans; svokallaðra fjármagnseigenda.
Fjármagneigendur hafa lagt undir sig heiminn og stýra gangverki samfélaganna í gegnum skortstöður og fjölmiðla. Í gegnum fjölmiðla er ekki verunum kenndar grundvallareglur verundarleysisins sem snýst aðallega um útlit, jákvætt afstöðuleysi til allra grundvallaratriða og það að vera ekki með neitt vesen þegar kemur að pólitík!
Hins vegar er sjálfsagt að þessar ekki verur hafi svona svolítið sérviskulegar skoðanir varðandi nærumhverfi sitt en það þykir sjálfsagt að vera afdráttarlausari gagnvart því sem gerist í löndum fjarskíbuskans. Slíkar skaðlausar sérviskur skapa þessum ekki verum líka gjarnan nafn og stadus fyrir hinar ekki verurnar að líta upp til og taka sér til fordæmis varðandi það hvað er við hæfi að hafa skoðun á.
Að vera eða ekki vera
Að vera ekki neitt eða ekki vera
Að vera ekki vera
og nú snýst pólitíkin um ekkert nema halda þessu dásemdar rafkrónukerfi gangandi sem byggir tilvist sína á þessari ekkiverund.
Til að tryggja það hefur pólitíkin verðið gerð að idol-keppni sem snýst um það að kjósa aðalekkiveruna...
sem lofar engu nema því að vera ekki með neitt vesen gegn kerfinu
Að vera eða ekki vera
Er það einhver vera?
Er það boðleg tilvera að pólitíkin snúist um ekkiveru sem hefur það eitt á stefnuskrá sinni að skapa ekkiverund?
Það er spurningin!
![]() |
Björt framtíð eykur fylgi sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)