Meðvituð afneitun
3.9.2011 | 04:15
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að sumarþing var sett í gær. Fréttir þaðan voru líka fyrirferðarmiklar í allflestum miðlum þó lítið sem ekkert hafi verið gert af því að benda á þá hróplegu staðreynd að hér er allt við það sama. Kyrrstaðan og afneitunin er æpandi en allir stærstu fjölmiðlarnir þykast ekkert sjá. Á vellinum fyrir framan Alþingishúsið birtist þó samfélagsleg meðvitund í formi táknræns gjörnings sem vakti verðskuldaða athygli allra hugsandi einstaklinga.Innan úr þinginu bárust spurnir af því að sumir þingmenn þóttust ekkert skilja fyrir hvað þessi gjörningur stæði en giskuðu helst á að þetta væri eitthvert uppátæki nemenda Kvikmyndaháskólans. Slík rörsýn og afneitun vakti furðu fleiri en mín og hafði einn það á orði að þessi tilgáta svo og fleira sem frá stjórnarheimilinu hefur komið beri meðvitaðri afneitun innanbúðarmanna gleggst vitni.
Mikill meiri hluti stærstu fjölmiðlanna opinberuðu slíka afneitun líka skýrt og greinilega með því að fjalla annaðhvort ekki um þennan myndræna og táknræna gjörning eða gæta þess að setja hann í ekkert samhengi við raunverulegar aðstæður úti í samfélaginu sem full ástæða er til að fái ýtarlega umfjöllun. ruv.is og pressan.is eru þeir miðlar sem sýndu einhverja viðleitni (Sjá fréttir á ruv.is: hér hér og hér og á pressan.is: hér. Það skal tekið fram að einhverra hluta vegna er fjöldi krossanna lækkaður um helming á pressan.is)
Fyrir þá sem eru haldnir sama skilningsleysi og umræddir má kannski gera tilraun til að varpa örlitlu ljósi á merkingu þessa gjörnings með samanburðarmynd. Sú er valin vegna textans sem ætti að gera það að verkum að ekkert fer á milli mála.Fyrir þá sem af einhverjum ástæðum hafa misst af þessum gjörningi þá fylgja hér fleiri myndir sem voru teknar niður á Austurvelli í gærmorgun. Ljósmyndarnir sem tóku þær heita: Halldór Grétar Gunnarsson, Indriði Helgason og Kristján Jóhann Matthíasson. Þessa myndaröð nefni ég Minningargrafreit um fórnarkostnaðinn:
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
![]() |
Fagnar kínverskum fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)