Hugsunarháttur sem ýtir undir alvarlega firringu

Mér var bent á myndbandið, sem ég ætla að vekja athygli á hér, fyrir allnokkru. Mér var brugðið og ekki síst fyrir það að þetta á að vera fyndið. Mér fannst þá, og finnst enn, það grafalvarlegt mál að það „eigi að vera“ fyndið að grípa til „hreinsana“ á þeim sem eru fyrir. Mér finnst það líka grafalvarlegt mál að þeir sem skilja ekki svona „grín“ séu sakaðir um „húmorsleysi“ því hér á það við eins og annars staðar að öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Að mínum dómi er þetta ekki dæmi um grín heldur firringu. Ég velti því líka óneitanlega fyrir mér hvort það sé ekki þannig komið að við verðum að horfast í augu við það að þegar morð „á að vera“ fyndið þá hefur eitthvað mikilvægara glatast? Þarf ekki að velta því fyrir sér líka hvort það hafi ekki afleiðingar? Í mínum augum er alvarleiki þess sem „grínið“ hér á að snúast um það mikill að mér finnst það jaðra við ábyrgðarleysi að finnast það fyndið.

Fyrir þá sem þekkja ekki „Steindann okkar“ þá skal það tekið fram að þetta er sjónvarpsþáttur sem var, og kannski er, sýndur á Stöð 2. (Sjá nánar hér) Þátturinn er með Fésbókarsíðu sem á yfir 15.000 aðdáendur.

Hérna er myndbandið. Þegar tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu hefst það sem ég vil vekja athygli á og setja spurningarmerki við. Ég tek það fram að það þarf enginn að ómaka sig við að reyna að útskýra fyrir mér hvað á að vera fyndið við þetta. Það hefur þegar verið reynt með nákvæmlega engum árangri.


mbl.is Slapp lifandi úr hildarleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband