Hugsunarháttur sem ýtir undir alvarlega firringu

Mér var bent á myndbandið, sem ég ætla að vekja athygli á hér, fyrir allnokkru. Mér var brugðið og ekki síst fyrir það að þetta á að vera fyndið. Mér fannst þá, og finnst enn, það grafalvarlegt mál að það „eigi að vera“ fyndið að grípa til „hreinsana“ á þeim sem eru fyrir. Mér finnst það líka grafalvarlegt mál að þeir sem skilja ekki svona „grín“ séu sakaðir um „húmorsleysi“ því hér á það við eins og annars staðar að öllu gamni fylgir nokkur alvara.

Að mínum dómi er þetta ekki dæmi um grín heldur firringu. Ég velti því líka óneitanlega fyrir mér hvort það sé ekki þannig komið að við verðum að horfast í augu við það að þegar morð „á að vera“ fyndið þá hefur eitthvað mikilvægara glatast? Þarf ekki að velta því fyrir sér líka hvort það hafi ekki afleiðingar? Í mínum augum er alvarleiki þess sem „grínið“ hér á að snúast um það mikill að mér finnst það jaðra við ábyrgðarleysi að finnast það fyndið.

Fyrir þá sem þekkja ekki „Steindann okkar“ þá skal það tekið fram að þetta er sjónvarpsþáttur sem var, og kannski er, sýndur á Stöð 2. (Sjá nánar hér) Þátturinn er með Fésbókarsíðu sem á yfir 15.000 aðdáendur.

Hérna er myndbandið. Þegar tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu hefst það sem ég vil vekja athygli á og setja spurningarmerki við. Ég tek það fram að það þarf enginn að ómaka sig við að reyna að útskýra fyrir mér hvað á að vera fyndið við þetta. Það hefur þegar verið reynt með nákvæmlega engum árangri.


mbl.is Slapp lifandi úr hildarleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu ekki lesið Hugleik?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 07:05

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég á bara ekki orð, ég hélt að svona mál væru ekki höfð í flimtingum á þennan hátt.  hver eru skilaboðin?  Ja hérna hér, mikið er ég sammála þér Rakel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Elín, ekki nema það sem birst eftir hann í Símaskránni. Ég hafði bara rekist á efni eftir hann fram að því en það ekki höfðað til mín. Ég man ekki nákvæmlega af hvaða ástæðumTeiknimyndasögurnar í Símaskránni fannst mér hins vegar skemmtileg hugmynd og áhugaverðar þó ég hafi ekki náð að lesa þær frá upphafi til enda.

Ásthildur, ég held að ég sé ekki rétta manneskjan til að segja þér hver skilaboðin eigi að vera en væntanlega þó eitthvað um það að vináttan, m.a. tækifærisvináttan, getur farið út í öfga. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 24.7.2011 kl. 14:06

4 identicon

Útgefandi Hugleiks vildi vekja athygli á honum en setti spurningarmerki við hann. Sem betur fer höfum við ennþá tjáningarfrelsi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.7.2011 kl. 05:50

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eins og ég segi þá þekki ég ekki til verka Hugleiks fyrir utan teiknimyndirnar í Símaskránum þannig að ég ætla ekkert að tjá mig frekar til verka hans enda átta ég mig ekki alveg á því af hverju þú vilt blanda Hugleik inn í málefnið sem ég vildi vekja athygli á. Mér sýnist að þú teljir það snúast um skerðingu á tjáningarfrelsi.

Ég sagði: „Að mínum dómi er þetta ekki dæmi um grín heldur firringu. Ég velti því líka óneitanlega fyrir mér hvort það sé ekki þannig komið að við verðum að horfast í augu við það að þegar morð „á að vera“ fyndið þá hefur eitthvað mikilvægara glatast? Þarf ekki að velta því fyrir sér líka hvort það hafi ekki afleiðingar?“

Við erum að tala um ákveðin hring þar sem hvað verður fyrir áhrifum af hinu. Þ.e. samfélag, fjölmiðlar, húmor o.s.frv. Í þessum hring speglar hvað hitt og þess vegna spegillinn líka snúist við þannig að í hvert skipti sem farið er yfir strikið í speglun fáránleikans, með því að fara yfir velsæmis- eða siðferðismörk, geti skilaboðin sem í þessu tilfelli varða morð orðið þau að það sé ekkert mál að drepa mann. Í versta falli er það svona frekar aulalegt slys og þess vegna ekki ástæða til annars en hlægja að öllu saman.

Þetta innlegg mitt er langt frá því að vera um boð og bönn og hert lögreglueftirlit. Heldur það að við stöldrum aðeins við og hugum að orsökum og afleiðingum. Með þessu bloggi langaði mig sem sagt til að nýta tjáningarfrelsi mitt til að benda á að annaðhvort tökum við afleiðingunum þegjandi og hljóðalaust eða hugsum hlutina aðeins upp á nýtt.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.7.2011 kl. 00:03

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu Rakel að það er löngu komin tími á að fara að hugsa upp á nýtt, við erum föst í sama farinu og spólum þar bara með gamlar heimslulegar lausnir og gömul heimskuleg ráð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2011 kl. 10:59

7 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Rakel,

firring er rétt orð auk þess er þetta band algjör viðbjóður. Höfundar þess væru sennilega ekki flokkaðir sem samfélagslega æskilegir samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum. Kreppur hafa oft í för með sér los á almennum mannlegum gildum. Millistríðsárin eru gott dæmi. Þetta er merki um slíkt auk algjörs dómgreindaleysis allra sem að koma.

KK

Gunnar Skúli.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.7.2011 kl. 19:59

8 identicon

"Höfundar þess væru sennilega ekki flokkaðir sem samfélagslega æskilegir samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum." Er þetta faglegt eða persónulegt mat? Þessi athugasemd fannst mér bæði dómgreindarlaus og viðbjóðsleg. Svona er smekkur manna misjafn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 20:28

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Elín,

matið byggist á foreldrahlutverki mínu og þess vegna persónulegt mat. Engu að síður er það fag að ala upp börn.

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.7.2011 kl. 04:49

10 identicon

Er nýbúin að lesa viðtal við fagaðila sem vill taka börn af foreldrum ef þau passa ekki inn í normalkúrvuna. Set stórt spurningarmerki við hefðbundnar skilgreiningar og staðla. Óska annars þér og börnum þínum alls hins besta.

http://www.frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/03_juni_2011.pdf

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband