Austurvellingar senda öðrum mótmælendum kveðju
12.6.2011 | 16:09
Það hefur tæpast farið fram hjá neinum, sem á annað borð fylgist með því sem á sér stað utan landssteinanna, að víðast í Evrópu hafa risið upp hópar fólks sem krefjast raunverulegs lýðræðis. Þessi mótmælendabylgja hefur kallað sig evrópsku byltinguna og beinist gegn þeirri staðreynd að hagsmunir almennings eru fótum troðnir til bjagar hagsmunum fjármagnseigendum.
Þeir sem mótmæla í Evrópu hvetja almenning til að taka þátt í þessum mótmælum og krefjast raunverulegs lýðræðis í löndum sínum með þessum orðum:
Íbúar Evrópu, vaknið!
Sköpum betra líf.
Tjáum okkur.
Komum saman.
Breytum öllu.
Látum verða af því!
Berjumst fyrir raunverulegu lýðræði!
Berjumst fyrir fólkið okkar.
Berjumst fyrir friði.
Berjumst fyrir framtíð okkar.
Berjumst fyrir uppfyllingu drauma okkar.
Berjumst fyrir betra lífi fyrir heimsbyggðina alla!
"Angelo"
Frá sunnudeginum 29. maí hefur verið efnt til þriggja samstöðumótmæla hér á Íslandi. Þau hafa farið fram á Austurvelli í Reykjavík. Síðastliðinn sunnudag, þ.e. 5. júní, var komið saman í þriðja skipti þar sem þetta myndband var tekið upp. Hugmyndin á bak við þetta er sú að þar sem baráttugleði Íslendinga virðist vera í mjög mikilli lægð um þessar mundir þá má nota þetta myndband til að senda stuðings- og baráttukveðjur til þeirra sem berjast fyrir því sem hrjáir okkur líka.
Að lokum bið ég þess að þjóðin öll vakni til meðvitundar um það að afstöðuleysið sem birtist í því að taka ekki þátt er skjólið sem óbreytt ástand þrífst í. Á meðan þjóðina skortir dug til að standa saman gegn þeim sem ullu kreppunni og fitna svo af afleiðingingum hennar þá munu sífellt fleiri missa eignir sínar í greipar þessa hóps... sem leiðir yfir okkur öll enn annað hrun áður en langt um líður.
Afleiðingarnar verða þær sömu og nú; fjármagnsklíkan græðir en almenningur blæðir!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)