Tossalistinn!

Ég ákvað að minna á eftirfarandi:

Við skulum halda því til haga að Alþingi er að langstrærstum hluta skipað einstaklingum sem er ekki treystandi!

  • Þar situr fólk sem þáði styrki/mútur til að komast inn á þing.
  • Þar sitja einstaklingar sem steinhéldu kjafti yfir því að efnahagur landsins stefndi í hrun.
  • Þar situr fólk sem tók afdrifaríkar ákvarðanir um samtryggingarplott til bjargar fjármálavaldinu á bak við tjöldin.
  • Þar situr fólk sem hylmdi yfir stöðu og staðreyndir og laug sig til kosningasigurs.
  • Þar situr fólk sem hefur logið svo oft um svo þýðingamikla hluti að ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar í grasrótinni þá væri landið komið á opinbera útsölu!
  • Þar situr fólk sem er orðið svo vant því að ljúga að það þekkir ekki muninn á lygum og staðreyndum; réttu og röngu, og myndi ekki hika við að selja skrattanum landið sitt ef það yrði þeim sjálfum til framdráttar.
  • Þar situr fólk sem hefur gert sig sekt um svo stóra glæpi gagnvart landi og þjóð að langstærstur hluti þjóðarinnar situr uppi lamaður af sorg.

Við skulum átta okkur á því að þetta leikrit mun halda áfram uns allt hefur verið selt nema himininn yfir landinu. 


Bloggfærslur 7. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband