Tossalistinn!

Ég ákvað að minna á eftirfarandi:

Við skulum halda því til haga að Alþingi er að langstrærstum hluta skipað einstaklingum sem er ekki treystandi!

  • Þar situr fólk sem þáði styrki/mútur til að komast inn á þing.
  • Þar sitja einstaklingar sem steinhéldu kjafti yfir því að efnahagur landsins stefndi í hrun.
  • Þar situr fólk sem tók afdrifaríkar ákvarðanir um samtryggingarplott til bjargar fjármálavaldinu á bak við tjöldin.
  • Þar situr fólk sem hylmdi yfir stöðu og staðreyndir og laug sig til kosningasigurs.
  • Þar situr fólk sem hefur logið svo oft um svo þýðingamikla hluti að ef ekki væri fyrir björgunarsveitirnar í grasrótinni þá væri landið komið á opinbera útsölu!
  • Þar situr fólk sem er orðið svo vant því að ljúga að það þekkir ekki muninn á lygum og staðreyndum; réttu og röngu, og myndi ekki hika við að selja skrattanum landið sitt ef það yrði þeim sjálfum til framdráttar.
  • Þar situr fólk sem hefur gert sig sekt um svo stóra glæpi gagnvart landi og þjóð að langstærstur hluti þjóðarinnar situr uppi lamaður af sorg.

Við skulum átta okkur á því að þetta leikrit mun halda áfram uns allt hefur verið selt nema himininn yfir landinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá er þetta blákaldur raunveruleikinn sem þú lýsir hér! Mér finnst skelfilegt til þess að hugsa, að ekkert gerist hér frekar. Og vil ekki trúa því að þjóðinni standi á sama um svo hrikalegar staðreyndir.

Það er hlutverk OKKAR ALLRA sem höfum vott af sómatilfinningu, að koma okkur að verki. ENGINN gerir það fyrir okkur, gott fólk! Nú skora ég á mannskapinn að rísa á fætur og standa saman um það eina réttlæti sem getur bjargað okkur. Lítum í eigin barm og spyrjum okkur sjálf; Hvað get ég gert? Svarið er: Heilmikið. Með samstöðu!

elkris (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 01:34

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hann er líka blákaldur raunveruleikinn sem þú bætir hér við!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.5.2011 kl. 02:35

3 Smámynd: Andrés.si

Skil bara ekki þetta þjóðfélag.  Þetta er ekkert nema tákn um eðli þeirra sem stjórna landi. Með öðrum orðum er það ekki fólk lengur.  Veit ekki einu sinni hvort til er orð fyrir svona skeppnur.

Spyr bara hvenær kemur endurgreiðsla til fólksins.  Ég meina það orðrétt. Ef ekki verður dómstólar að rétta á fullu. Ekki bara hérlendis. Lika erlendis og þar að auki í Haag.

Andrés.si, 8.5.2011 kl. 02:57

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2011 kl. 00:34

5 identicon

það er alltaf góð tilfinning sem fylgir því

þegar hlutirnir eru

nefndir sínum réttu nöfnum

þótt ljótir séu

Rakel þakk fyrir frábran pistil

Sólrún (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 17:37

6 identicon

Sannleikurinn

Við þurfum fokking að fara að mótmæla,koma þessu liði burt og ráða sjálf í þessi störf,við erum atvinnurekendurnir

Helga Guðmunds (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 23:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Rakel mín hér er verk að vinna svo sannarlega, nú virðist vera komið eggjahljóð í alþingismenn og ráðherra, sem þýðir bara eitt, það eru kosningar í nánd.  Og þá þarf að halda á spöðunum og láta sannleikan renna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2011 kl. 23:46

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir innlit og innlegg. Mér þykir sérstaklega vænt um þessi orð Sólrúnar: „það er alltaf góð tilfinning sem fylgir því þegar hlutirnir eru nefndir sínum réttu nöfnum þótt ljótir séu“

Mér þykir vænt um að fá hrós fyrir það sem ég hef fengið fleiri en eina ábendingu um að sé minn stærsti löstur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.5.2011 kl. 05:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt þar er ég sammála.  Það þarf að hafa þor og kjark til að nefna hlutina réttum nöfnum. Og svo eru alltaf sjálfskipaðir postular sem vilja stjórna umræðunni og hvað er sagt og hvað ekki.  Ég hef fulla trú á þér Rakel og er þakklát fyrir alla þína baráttu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.5.2011 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband