Af hverju NEI við Icesave?

Nei við IcesaveSkoðanir eru skiptar á því hvort sé viturlegra að hafna eða samþykkja nýju Icesave-lögunum. Mikill meiri hluti eigna- og valdastéttarinnar er á því að Íslendingar eigi enga úrkosti aðra en greiða fyrir Icesave-sprell þeirra Björgólfsfeðga. Margt bendir hins vegar til þess að stór hluti almennings ætli sér að segja NEI við Icesave III eins og Icesave II.

Ein þeirra já-raka sem hafa verið endurnýtt í Icesave-þáttunum þremur er að dómstólaleiðin sé ekki fær enda gæti hún reynst skeinuhætt. Auk þess hefur því verið haldið mjög á lofti í öllum þessum þáttum að útilokað sé að ná hagstæðari samningi. Þeir sem halda þessum rökum fram eiga greiðan aðgang að fjölmiðlunum sem langflestir eru í eigu þeirra aðila sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi það að Icesave-sukkið dæmist á þjóðina en ekki á þá sjálfa eða hagsmunatengda aðila.

Þeir sem vilja vara við rökum eins og þeim sem eru tilgreind hér að ofan eiga síður aðgang að fjölmiðlum enda tilheyra margir þeirra aðeins „sauðsvörtum“ almúganum. Meðlimir Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem allir eru á móti núverandi samningum, svíður undan því að horfa upp á það  ójafnvægi sem kemur fram á milli já- og nei-viðhorfana varðandi Icesave III í öllum stærstu miðlum landsins og gripu því til sinna ráða.

Í samstarfi við Lifandi mynd boðuðum við bæði lærða og leika, sem hafa opinberað það að þeir muni hafna nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, niður á Austurvöll. Þar voru þeir spurðir út í það hvað grundvallaði afstöðu þeirra. Afraksturinn eru tvö myndbönd. Það fyrra var sett inn á heimasíðu samstöðuhópsins í gær (Sjá hér) Það seinna er væntanlegt þar um eða upp úr næstu helgi. Næstu daga munu líka valin viðtöl birtast stök á heimasíðunni samstöðunnar.

Hér fyrir neðan er 1. hlutinn en spurningin sem var lögð fyrir viðmælendur er einfaldlega: „Hvers vegna ætlar þú að segja NEI við nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Mig langar til að nota tækifærið og hvetja alla, sem áhuga hafa, til að deila og dreifa þessari upptöku hér á Netinu.

 



Ég bendi á að Svipan er búin að birta frétt af útkomu þessa myndbands og vinna lista yfir helstu rök sem koma fram í svörum viðmælenda. (Sjá hér)
mbl.is Á annað hundrað kusu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband