Af hverju NEI við Icesave?

Nei við IcesaveSkoðanir eru skiptar á því hvort sé viturlegra að hafna eða samþykkja nýju Icesave-lögunum. Mikill meiri hluti eigna- og valdastéttarinnar er á því að Íslendingar eigi enga úrkosti aðra en greiða fyrir Icesave-sprell þeirra Björgólfsfeðga. Margt bendir hins vegar til þess að stór hluti almennings ætli sér að segja NEI við Icesave III eins og Icesave II.

Ein þeirra já-raka sem hafa verið endurnýtt í Icesave-þáttunum þremur er að dómstólaleiðin sé ekki fær enda gæti hún reynst skeinuhætt. Auk þess hefur því verið haldið mjög á lofti í öllum þessum þáttum að útilokað sé að ná hagstæðari samningi. Þeir sem halda þessum rökum fram eiga greiðan aðgang að fjölmiðlunum sem langflestir eru í eigu þeirra aðila sem hafa beinna hagsmuna að gæta varðandi það að Icesave-sukkið dæmist á þjóðina en ekki á þá sjálfa eða hagsmunatengda aðila.

Þeir sem vilja vara við rökum eins og þeim sem eru tilgreind hér að ofan eiga síður aðgang að fjölmiðlum enda tilheyra margir þeirra aðeins „sauðsvörtum“ almúganum. Meðlimir Samstöðu þjóðar gegn Icesave, sem allir eru á móti núverandi samningum, svíður undan því að horfa upp á það  ójafnvægi sem kemur fram á milli já- og nei-viðhorfana varðandi Icesave III í öllum stærstu miðlum landsins og gripu því til sinna ráða.

Í samstarfi við Lifandi mynd boðuðum við bæði lærða og leika, sem hafa opinberað það að þeir muni hafna nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu, niður á Austurvöll. Þar voru þeir spurðir út í það hvað grundvallaði afstöðu þeirra. Afraksturinn eru tvö myndbönd. Það fyrra var sett inn á heimasíðu samstöðuhópsins í gær (Sjá hér) Það seinna er væntanlegt þar um eða upp úr næstu helgi. Næstu daga munu líka valin viðtöl birtast stök á heimasíðunni samstöðunnar.

Hér fyrir neðan er 1. hlutinn en spurningin sem var lögð fyrir viðmælendur er einfaldlega: „Hvers vegna ætlar þú að segja NEI við nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Mig langar til að nota tækifærið og hvetja alla, sem áhuga hafa, til að deila og dreifa þessari upptöku hér á Netinu.

 



Ég bendi á að Svipan er búin að birta frétt af útkomu þessa myndbands og vinna lista yfir helstu rök sem koma fram í svörum viðmælenda. (Sjá hér)
mbl.is Á annað hundrað kusu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Rakel; æfinlega !

Um leið; og ég vil þakka þér, fyrir glögga grein, á stöðu mála ber; að þakka einnig, fyrir það framtak, sem forsvarsfólk myndbandanna, stendur fyrir.

Sá; fyrsta myndbrotið, á síðu Guðmundar Ásgeirssonar í gær, og lofar það góðu, um framvinduna.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 16:46

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá ykkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2011 kl. 17:35

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Rakel takk fyrir. Ég er svo sammála öllum á þessu myndbandi og ég mun segja nei...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.3.2011 kl. 17:42

4 identicon

það vanatar að texta þetta yfir á ensku fyrir almúgann í heiminum ... en annars snilld

lifi forsetinn og 26.grein

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 18:55

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir innlit og innlegg. Ingibjörg, næsti skammtur er væntanlegur í kringum helgina svo kemur í ljós hvort viðtalssyrpurnar verða fleiri.

Hjörleifur, ég er svo sammála! þér og vona svo sannarlega að einhver verði til þess að bjóða sig fram í að þýða þetta yfir á ensku. Ef einhver sem sér þetta treystir sér til þess má hann skrifa línu og senda á rakel@vma.is

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.3.2011 kl. 22:39

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2011 kl. 00:38

7 identicon

Sæl Rakel !

Eg hef verið að skoða netumhverfið í kringum Iceave mótmælin nú undanfarið.

Og það er mikill styrkur að sjá hvað er gríðarleg undirliggjandi orka í þjóðarsálinni okkar sem nú er að koma upp á yfirborðið.Það er mikið að þakka því góða fólki sem hefur lagt á sig mikla og óeigingjarna vinnu og hefur leyft samfélaginu að njóta góðs af menntun  sinni og hæfikeikum .Eg hef aftur öðlast trú og sé að hér er fullt af fólki sem kann að þekkja góða forystu og fylgja rettlætinu.Slíkt hefur einfaldlega ekki verið mikið í boði fram að þessu því miður.

Þegar eg er að ræða þessi mál við fólk hef eg rekið mig á það að margt eldra fólk sem einmitt er af þeirri kynslóð sem vildi vera þáttakendyr í þjóðfélags málum  er einangrað frá umræðunni vegna þess að .það hefur ekki netið   Og háttarlag "ríkisfjölmiðilsins" er eins og menn vita bara  siðlaust í þessu máli.Þetta finnst mér vera mikið óréttlæti .

Eg hef öruggar heimildir fyrir því að tilraunir þeirra sem hafa fari fram á leiðréttingu þessara mála hafa hingað til verið hundsaðar af RUV.

Mín skoðun er að ef að útvarpsstjóri er ekki fær um að skilja sitt hlutverk betur en það að hundsa  óskir tugþúsunda eigenda RUV  þá eigi að fara með það mál inn á borð  til ráðherra og helst ekki seinna en strax.

Forsetinn taldi sér ekki fæet að hundsa vilja þessa hóps.  Það er spurning með útvarpsstjóra og stjórnvöld sem eru nú ekki fær um að útbúa hlutlaust kynningarefni um þetta mál og vísar hver á annan.

ég opnaði útvarp íð á rás 1 einn daginn og heyrði að þar var löngu látinn þulur (blessuð sé minning hans) ,að lesa gamlar veðurfregnir fræá síðustu öld og síðan komu á eftir fréttir frá sama tíma.   Og eg er ekki einu sinni að ljúga þessu eins og krakkarnir segja :(

Væri eftilvill möguleiki þó ekki væri nema tímabundið að koma að í útvarpinu og jafnvel sjónvarpinu kynningu á þeim málum sem eru í gangi í þjóðfélaginu núna ?  Ég bara spyr ráðamenn hér og nú

Bestu kvrðjur til ykkar allra

Sólrún

Sólrún (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 19:50

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk, fyrir innleggið þitt Sólrún. Tveir þessara einstaklinga sem ég tel að þú sést að vísa til í upphafi innleggs þíns höfðu samband við dagskrárstjóra RUV og lögðu fram hugmynd að borgarafundi í sjónvarpssal. Báðir þessir einstaklingar hafa töluverða reynslu af því að stýra borgarafundum. Annar á Akureyri en hinn í Reykjavík. Erindi þessara tveggja var vísað til fréttastjóra sem benti á dagskrá RUV væri fjöldi fyrirhugaðra upplýsingaþátta.

Tek hins vegar heils hugar undir ábendingar þínar þar sem mér finnst vanta mikið upp á að útvarpshlustendur og sjónvarpsáheyrendur séu upplýstir um gang mála í samfélaginu á mannamáli. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2011 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband