Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Gullfiskar eða sauðfé?

Ég skrifaði eftirfarandi athugasemd við þessa frétt inni á Vísi. Fréttin heitir „Mögulega stærstu mótmæli Íslandssögunnar“.

                                              ***************

Þann 4. október haustið 2010 voru fyrstu tunnumótmælin haldin á Austurvelli. Völlurinn og öll sund umhverfis hann voru pökkuð af fólki. Öll bílastæði umhverfis miðborgina voru yfirfull og umferðaröngþveiti í nærliggjandi götum. Þeir sem sáu yfir miðbæinn töluðu um endalaust mannhaf hvert sem litið var á og umhverfis Austurvöllinn.



Framan af síðasta kjörtímabili var ekkert “smart“ að mótmæla þó þá sæti stjórn sem sveik flest sín loforð. Af sanngirnisástæðum skal það tekið fram að Vinstri grænir gengu þó mun lengra í því að svíkja sín kosningaloforð en Samfylkingin.

En áfram um tunnumótmælin
4. október haustið 2010 af því að það var altalað á þeim tíma að mannfjöldinn var talaður umtalsvert niður af lögregluyfirvöldum, fjölmiðlum og þeirri fjármálaklíku sem stýrir samfélaginu á bak við tjöldin. Þessir sömu, svo og nytsömu og stundum saklausu verkfærin þeirra, orga nú um lífsnauðsynleg tilefni núverandi mótmæla og nauðsyn nýrra kosninga.

Haustið 2010 orguðu þessir um dauða og djöful tunnumótmælanna sem var haldið fram að væri stýrt af Sjálfstæðisflokknum. Enginn spyr um það hvaða fjármálaöfl eða pólitíska forréttindastétt stýrir núverandi mótmælum. Ég hef a.m.k. ekki séð háværar raddir um ágiskanir þó þær ættu að blasa við.

Þegar dans bæði samfélagsmiðlanna og gamalgrónari miðla er skoðaður þá finnst mér eðlilegt að fólk spyrji sig af hverju ætli það sé sem það er látið sem sambærilega stór mótmæli hafi aldrei farið fram? Annað sem mér finnst ástæða til að fólk velti fyrir sér er hvort það telji virkilega að við værum eitthvað betur stödd með stjórnina sem kom í veg fyrir það að uppgjörið sem hún lofaði færi fram og lagði grunninn að því niðurrifi sem við höfum haldið áfram að upplifa á þessu kjörtímabili.

Mér finnst sjálfsagt að það verði tekið til í núverandi ríkisstjórn en mér finnst líka sjálfsagt að það verði tekið til í stjórnmálunum almennt eins og Rannsóknarskýrslan, sem var hundsuð af síðustu ríkisstjórn, leiddi svo skýrt og greinilega í ljós. Mér finnst það reyndar mikilvægara að fólk horfist í augu við þá staðreynd en en að það rifji upp mótmælin gegn Jóhönnustjórninni þann 4. október 2010.

4.okt4.okt1

Es: Þeir sem hafa áhuga á því geta gert það hér:http://raksig.blog.is/blog/raksig/entry/1116202/


mbl.is „Bless, bless“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband