Og áfram heldur kynningin...
15.4.2009 | 17:55
Borgarahreyfingin er með kosninga- miðstöð að Laugavegi 40 í Reykjavík og er hún opin frá kl. 12:00 - 18:00 alla daga fram að kosningum. Þeir sem vilja hringja þangað til að afla sér upplýsinga um framboðið geta hringt í síma 511 19 44. Einnig er hægt að senda tölvupóst á póstfangið: info@borgarahreyfingin.is eða kíkja á heimasíðuna en hér er krækja á síðuna.
Í dag langar mig til að vekja athygli á Björk Sigurgeirsdóttur sem skipar annað sætið hér í norðausturkjördæmi. Í athugasemd við frétt af framboðinu sem birtist á veftímaritinu Austurglugganum í dag segir um Björk: Loksins er kominn nýr og ferskur frambjóðandi með alvöru vikt og reynslu til að takast á við þá stöðu sem er uppi í íslensku samfélagi. Þetta er kona sem óhætt er að mæla með.
Björk Sigurgeirsdóttir
Fæðingardagur og ár: 10. mars 1972
Heimilisfang: Lagarfell 25, 700 Egilsstaðir
Hjúskaparstaða: Einhleyp
Staða: Verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands og framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands
Stjórnarseta í fyrirtækjum: Engin
Nefndarstörf: Engin
Hlutabréfaeign frambjóðenda: Engin
Fasteignir í eigu frambjóðenda: Engin
Hagsmunatengsl við atvinnulíf eða félög: Situr í stjórn TAK (Tengslanet austfirskra kvenna)
Hlunnindi, ef einhver eru: Engin
Annað: Björk Sigurgeirsdóttir hefur undanfarin 5 ár starfað við nýsköpun og uppbyggingu á Norður- og Austurlandi. Hún hefur víðtæka starfsreynslu og hefur einnig verið með eigin atvinnurekstur. Björk er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri en hefur einnig lagt stund á árangursstjórnun og setið fjölda námskeiða í verkefnisstjórnun.
Björk hefur búið víða; í Reykjavík, Bandaríkjunum, Akureyri, Danmörku, aftur á Akureyri og nú síðast á Egilsstöðum, síðan í september 2007, þar sem hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Austurlands.
Flestir framboðslistar gildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.icelandicfury.se/video.php myndband
http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal
Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.