Kannski full ástæða til en af allt öðru tilefni
6.4.2009 | 19:48
Ég hef nú meiri áhyggjur af því sem hann er og hefur sjálfur verið að bralla. Það er nefnilega ýmislegt sem bendir til að sumt af því stríði gegn hagsmunum mínum og allrar þjóðarinnar. Það er þess vegna full ástæða fyrir Össur Skarphéðinsson að hafa áhyggjur en ekki af því sem Norður-Kóreumenn eru að bardúsa hinum megin á hnettinum:
Hann ætti miklu heldur að hafa áhyggjur af því sem hann sjálfur hefur verið að bralla á alls konar fundum með vafasömum leiðtogum víða um heim og afleiðingunum af því fyrir þjóðina sem treysti honum fyrir þingmennsku og ráðherraembætti!
Forseti Íslands: Ólafur Ragnar Grímsson, gestgjafinn: emírinn af Katar og iðnaðarráðherra Íslands: Össur Skarphéðinsson.
Inaðarráðherra Íslands og fjármálaráðherra Katar skrifa undir milliríkjasamning.
Sjá fleiri mydir frá þessu ferðalagi hér og efni samningsins sem er verið að undirrita á myndinni hér að ofan auk annara erinda sem hann sinnti í þessu ferðalagi hér. Umrætt ferðalag átti sér stað í janúar í fyrra.
Utanríkisráðherra áhyggjufullur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.