Draumurinn um ESB og stjórnarskrárástríðan
23.3.2013 | 04:16
Það er orðið ljóst að ekkert mál hefur tekið meiri tíma nú á lokadögum þingsins en stjórnarskrármálið og vegna þess hefur yfirstandandi þing m.a.s. verið framlengt um óákveðinn tíma. Á meðan liggur það sem stendur hverjum og einum næst, þ.e. lífsafkoman, á milli hluta. Það sem er þó enn skelfilegra er að í fárviðri stjórnarskrárumræðunnar þá hafa farið fram samningaviðræður við hrægammasjóði á vegum Goldman Sachs sem gætu haft þær afleiðingar að efnahagur landsins svo og möguleikarnir til að rétta hann við verða ekkert nema rústir.
Öllu þessu er fórnað fyrir stjórnarskrárfrumvarp sem ýmislegt bendir til að hafi verið sett saman í þeim eina tilgangi að tryggja að kosningaloforð Samfylkingarinnar um inngöngu í Evrópusambandið nái fram að ganga (sjá hér):
Margir hörðustu gagnrýnendur stjórnarskrárdraga Stjórnlagaráðs hafa lagt sig í framkróka við að benda á að 111. grein núverandi frumvarps staðfesti að þessi sé megintilgangurinn að baki núverandi stjórnarskrárfrumvarpi en þar segir: Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að (sjá hér).
Í þessu ljósi vekja ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sérstaklega athygli. Ummælin komu fram í svari hennar við spurningum sem Birgitta Jónsdóttir beindi til hennar í umræðu um stjórnskipunarlög sl. þriðjudag. Eftir að Sigríður Ingibjörg hafði lokið ræðu sinni um þá stöðu sem nú er uppi í stjórnarskrármálinu kom Birgitta upp og spurði hana fyrst hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að næsta þing muni ekki virða niðurstöðu þjóðar-atkvæðagreiðslunnar.
Í framhaldi af svari Sigríðar Ingibjargar kom Birgitta Jónsdóttir aftur upp í ræðustól til að spyrja eftir því hvernig yrði farið með þjóðaratkvæðagreiðsluna um inngöngu í ESB ef ný stjórnarskrá yrði ekki afgreidd á þessu þingi. Svar Sigríðar Ingibjargar hefst á þessum orðum:
Ég vil byrja á því að segja varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB þá er það náttúrulega fullljóst að það getur ekki orðið samþykkt á aðild að Evrópusambandinu nema með breytingum á stjórnarskrá og fullveldisframsali - ákvæði um fullveldisframsal í henni
Af þessu verður ekki betur séð en stjórnarskrárástríðan sem knýr hina svokölluðu vinstri flokka til að safnast saman á Ingólfstorgi laugardag eftir laugardag stjórnist í rauninni af draumnum um ESB-aðild. Á meðan liggur það sem stendur hverjum og einum næst, þ.e. lífsafkoman, á milli hluta.
Það sem er þó enn skelfilegra er að í skjóli fárviðrisins sem þessir hafa skapað umræðunni um nýja stjórnarskrá hafa farið fram samningaviðræður við hrægammasjóði á vegum Goldman Sachs sem stefna framtíðarmöguleikum lands og þjóðar í þann voða að óvíst er að það þurfi 111. grein stjórnarskrárfrumvarpsins til að steypa fullveldinu í þá glötun að það ógni lífsafkomu framtíðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:59 | Facebook
Athugasemdir
Er þá ekki ljóst að hér hefir verið framið Landráð af stærstu gráði. Þegar þingmenn segja opinberlega að það verður ekkert ESB nema stjórnarskránni verði breitt. Þess er einnig getið í Hegningalögunum að það má eigi semja við erlend ríki sjá kafla X greinar frá 85 og áfram. Brot sem þessu vara allt að 10 ára fangelsi. Er þessi þjóð ekki með öllu mjalla að lata einhverja alþingismenn valtra yfir sig án þess að segja neitt. Ég segi í tukthúsið með þetta lið því betrunar hús eiga þeir ekki skilið að komast í vitandi að þau eru Landráðafólk.
Valdimar Samúelsson, 23.3.2013 kl. 05:33
Rétt Valdimar. þar að auki er ákvæði um að ekki sé hægt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjármál eða alþjóðlegar skuldbindingar. Icesave Já hyskið reynir að hefna sín.....
Guðmundur Böðvarsson, 23.3.2013 kl. 10:56
Sjálfstæði Palestínu og ósjálfstæði Íslands! Er ekki eitthvað brenglað við svona misvísandi áherslur?
Fyrir hverja eru ESB-þingmenn á Íslandi að vinna?
Er nema von að maður spyrji?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.3.2013 kl. 13:34
Sæl Rakel.
Mjög góð samantekt hjá þér.
Algerlega þörf upprifjun og á henni sést vel hvernig þetta lið gerir gersamlega hvað sem er til þess eins að láta tilganginn alltaf helga meðalið !
Gunnlaugur I., 23.3.2013 kl. 19:35
Er ekki að verða með hverjum degi betur ljóst að stjórnlagaráðinu var "óafvitandi" stýrt inn það ferli að draga lokur frá hurðum fyrir landgöngulið ESB-sinna?
Ég tel svo vera og undrast hversu bláeygir þeir fulltrúar voru sem þrátt fyrir að vera andvígir aðild létu véla sig til þessarar fásinnu.
Árni Gunnarsson, 23.3.2013 kl. 22:17
ja - sennilega mun innganga í esb leysa það mörg vandamál að ......
Rafn Guðmundsson, 23.3.2013 kl. 23:39
Hjartanlega sammála þér Rakel. Stjórnarskrárástríðan sem knýr hina svokölluðu vinstri flokka til að safnast saman á Ingólfstorgi laugardag eftir laugardag stjórnast í rauninni af draumnum um ESB-aðild. Þannig blasir það við þeim sem horfa á úr fjarlægð í forundran.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.