Falið fall

Veruleikafirringin virðist vera orðin svo viðtekin að það er eins og engin dirfist að benda á það að við sitjum undir kolfallinni ríkisstjórn! Mér telst a.m.k. þannig til að í ríkisstjórn VG og Samfylkingar séu aðeins 30 hausar eftir að Jón Bjarnason sagði sig úr VG. Ef ríkisstjórnin situr hins vegar í skjóli flóttamannanna úr Samfylkingunni þá eru þeir 32 og ef við teljum laumufarþega mótmælaframboðsins með líka þá eru þeir 35.

En getur það verið að þingmenn sem standa að stofnun flokka með sólskinsnöfnum (reyndar er eitt sjóræningjaframboð þarna innan um) standi að þvílíkri óhæfu eins og styðja helferðarstjórnina sem kom upp úr hrunstjórninni!?! Ef þannig er í pottinn búið er sannarlega kominn forsmekkur að því hve svört sólskinin munu verða sem fylgja fullyrðingum um „breytt stjórnmál“ í nafni Dögunar og Bjartar framtíðar
Errm


mbl.is Líkir sér við Castro
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ''eðlilegt'' og falskt í þessari stöðu sem ríkisstjórnarflokkarnir eru í búi til dulin framboð nógu mörg til að atkvæðin dreifist sem mest þessi flétta getur tryggt að þeir héldu völdum eftir kosningar með 10% til 20/ minna fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir voru með í síðustu kosningum

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 11:48

2 identicon

Nú liggur það fyrir að Róbert Marshall hefur sagst styðja stjórn til enda þar sem hann var upphaflega kosinn fyrir annan stjórnarflokkinn.Finnst mér það mjög virðingarvert þar sem ég sé það með núverandi kosningakerfi ákaflega vafasamt að vera kosinn fyrir einn flokk og enda í öðrum.Ég sé t.d. ekki að margir þeirra sem kusu Ásmund Daðason hafi haft velgengni framsóknar nærri hjarta.En falið fall væri hægt að kalla fram með vantrauststillögu,en maður spyr sig til hvers.það breytir varla nema vikum

Páll Heiðar (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband