Var Búsáhaldabyltingin til einskis?

BúsáhaldabyltiningSvanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, heldur erindi undir þessari yfirskrift í Grasrótar- miðstöðinni á morgun klukkan eitt eftir hádegi. Fundurinn er öllum opinn og fólk hvatt til að mæta og hlusta á fróðlegt erindi og taka þátt í umræðum að því loknu. Fundinum lýkur klukkan 15:00.

Svan Kristjánsson ætti að vera óþarft að kynna frekar en í erindi sínu mun hann fjalla um orsakir Búsáhaldabyltingarinnar og rýna í það hvort hún hafi orðið til árangurs að betra samfélagi. Í þeirri viðleitni mun framsögumaður velta því upp hvaða Íslendingar tóku þátt í byltingunni og hvort hún hafi verið friðsöm.

Spurningarnar sem Svanur veltir upp varðandi árangur byltingarinnar verða meðal annars: Hvað hefur færst til betri vegar og hvað er jafn spillt á Íslandi og áður var? Framundan eru miklir óvissutímar og í því samhengi ætti það ekki að koma á óvart að prófessor í stjórnmálafræði hugi líka  að hlutverki sérhvers borgara, grasrótarsamtaka og stjórnmálaflokka í að tryggja að Ísland verði venjulegt norrænt land lýðræðis og velmegunar.

Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook en athygli er vakin á því að Grasrótarmiðstöðin er með heimasíðu þar sagt er frá öllum opnum viðburðum. Auk þess er ástæða til að benda á að laugardagsfundirnir sem hafa verið haldnir þar eftir áramótin hafa verið teknir upp en upptökurnar sem búið er að klippa og koma inn á Netið má nálgast hér.


mbl.is Veðbókarvottorð gerð opinber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan liggur niðri.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 09:12

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Var búsáhaldahaldabyltingin til einskis?

Svar:

Nei, en spyrja má hverjum hún var til gagns.

Gamalldraumur rætist hjá Steingrími J en það er ekki víst að það hafi bætt hag eða líðan íslendinga alment.

Guðmundur Jónsson, 2.3.2012 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband