Ræður af samstöðufundi á Austurvelli 10. des.

Það var býsna kalt í veðri í gær en það hindraði ekki að hörðustu lýðræðisnaglarnir kæmu saman á Austurvelli. Sennilega vita þeir það sem er að kuldinn í lífskjörunum framundan mun verða miklu langvinnari en sá sem sótti að í þá örfáu klukkutíma sem samstöðufundur á Austurvelli stóð yfir.

Meginefni fundarins var sú von að landinn vaknaði til meðvitundar um það að leiðin til breytinga liggur í því að við stöndum betur saman. Halldór Grétar Gunnarsson bar hitann og þungann af undirbúiningi þessa útifundar. Fjórir ræðumenn fluttu ræður og einn las upp úr nýútkominni ljóðabók. Hljómsveitirnar: Lame Dude og Blússveit Þollýjar fluttu nokkur lög auk þess sem Jólakór Grasrótarmiðstöðvarinnar flutti nokkur lög við undirleik Hjartar Howser.

Þeir voru ekki margir sem höfðu úthald til að staldra við þá tvo tíma sem útifundurinn stóð en þó voru þar 20-30 manns þegar flest var.

Hörðustu lýðræðisnaglarnir

Þeir sem fluttu ræður voru eftirtaldir:
Rakel Sigurgeirsdóttir en ræðuna mína má nálgast hér.
Jóna Guðleif Sigurjónsdóttir sem er áttræður ellilífeyrisþegi. Ræðan hennar er hér:



Kristján Jóhann Matthíasson, flutti ræðu fyrir hönd öryrkja. Ræðan hans er hér:


Jón Bjarki Magnússon las ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni. Hér er eitt þeirra:

Á milli atriða héldu Lame Dudes og Blússveit Þollýjar hita á mannskapnum með tónlistarflutningi sem áheyrendur dilluðu sér óspart undir. Jólasveinar létu sjá sig en dagskráni lauk með því að Jólakór Grasrótarmiðstöðvarinnar flutti tvö jólalög við umbylta texta Páls Heiðars við undirleik Hjartar Howsers.

Ég ætla hins vegar að ljúka þessu með því að birta lokaræðuna á þessum útifundi en það var fundarstjórinn og sá sem sá um undirbúning þessa útifundar, Halldór Grétar Gunnarsson, sem flutti hana:

Halldór Grétar GunnarssonÁstandið eins og við erum búin að sjá það er á engan hátt viðunandi. Það virðist vera sama hvar við grípum niður. Það er ekkert annað en rústir að sjá.

Ef við byrjum á því að nefna einkavæðingu banka hina seinni þá er það fyrsta sem við verðum vör við, að það er sama regluverk hjá þeim og var hjá gömlu hrunbönkunum. Sem sagt ekkert [hefur breyst] fyrir utan það að þeir eru afhentir erlendum vogunarsjóðum sem við höfum ekki hugmynd um hverjir eru á bak við.

Ég spyr: Hvernig er hægt að afhenda bankana fólki sem engin veit hver er?! og veita þeim svo bónus með því að selja þeim BYR?! þannig að þeir komist yfir fleiri fórnarlömb sem þeir hafa þegar gert með uppsögnum starfsfólks.

Þessir vogunarsjóðir æða um landið eins og þeim sé ekkert heilagt og skilja fjöskyldur í landinu eftir í rústum. Margar hverjar sundraðar. Aðrar sjá sér ekki annað fært en að flýja land. Landið sem þær eru fæddar og aldar upp í.

Ég spyr hefur fólk sem orðið hefur fyrir forsendubresti ekki neinn RÉTT?!

Á meðan að þeir sem sátu, og sitja sumir hverjir enn á þingi og í stjórnsýslu landsins, áttu að sjá til þess að regluverkið í kringum fjármálakerfið ætti að vernda okkur. 

Þetta er liðið sem ekki hefur orðið fyrir neinum skerðingum á neinn hátt.

Þetta er liðið sem er ekki í neinu sambandi við þjóð sína.

Þetta er liðið sem situr á feitum og jafnvel margföldum eftirlaunum.

Liðið sem átti vernda þjóðina fyrir þessum hamförum sem hér urðu.  

Hvernig stendur á því að það heldur að við komum til með að sætta okkur við þetta? Það vill kannski losna við okkur líka þannig að það geti haldið áfram að stela af þjóðinni.

Á meðan flokkarnir skammta sér 300 milljónir úr okkar vösum horfum við upp á það að sjúkrahúsum er lokað. Starfsfólki sagt upp og meira álag lagt á þá sem eftir eru.  Það ríkir ringulreið á íslenskum sjúkrahúsum.

Hvernig stendur á því að forgangsröðunin er svona?

Er það vegna þess að við erum svona illa samstillt og fáum bara að ráða í einn dag á fjögurra ára fresti? 

Eru ekki þessir svokölluðu fjórflokkar að ganga frá þjóðinni með hugsunarhættinum: Ég um mig, til mín, frá mér - já og líka frá þér?

Hverjir hafa notið góðs af öllum þeim einkavæðingum sem átt hafa sér stað hér síðustu 20 árin? og hvernig tengist það flokkunum fjórum sem hér ráðstafa öllu til sinna vildarvina?

Er ekki kominn tími á að þetta verði rannsakað? eða er það ekki hægt vegna þess að vildarvinaplottið er svo rótgróið inn í samfélagið að of mikil hætta er á að spilaborgin hrynji hjá þeim?

Hvað ætlum við að bjóða börnum framtíðarinnar? Það sama og við höfum fengið með reglulegu millibili? eða ætlum við að standa upp og segja: Nei. takk!?!

Hvar eru öflin sem eiga að standa með fólkinu? að undanteknum Villa, Skagamanni, þá er ég að tala um verkalýðsfélögin? ASÍ, lífeyrissjóðina og það sem þeim tengist, vel launað fólk á okkar framfæri. Þetta kalla ég spenaræbbla!

En það má ekki gleyma því að það er til fólk með hlýjan hug. Það sáum við best í gær er Fjölskylduhjálpinni voru afhentir 300 kuldagallar.

Það er fullt af flottu fólki til í landinu og margir til í að leggja mikið á sig til að koma hlutunum í lag en til þess að það geti orðið þurfum við að standa saman og hætta að hugsa um eigin rass.

Hér þarf að taka til ansi víða en það gerist ekki nema með SAMSTÖÐU!

Hún er í okkar höndum. Við höfum sýnt það á margan hátt að við getum sýnt SAMSTÖÐU.

Ef nokkurn tímann hefur verið þörf á því að standa saman þá er það NÚNA!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Rakel mín; æfinlega, og þakka þér trúmennsku alla - sem óbilandi varðstöðu, í þágu samlanda þinna; fölskvalausrar !

Því miður; eru það skotvopnin og púðrið, auk annarra hjálpar meðala, sem næst verða að fá að tala - þar sem óþverra packið, sem að Kjötkötlunum býr, skilur ekkert annað, úr því, sem komið er.

Að óbreyttu; mun þorri samlanda okkar, rangla um, í örvæntingu og tómhyggju Þrældómsins, héðan í frá, taki fólk ekki á sig rögg - og ÚTRÝMI Hýenunum manngerðu, Rakel mín.

Bitur sannleikur - sem dimmur, vitaskuld !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband