Þingmönnum og ráðherrum boðið á borgarafund
26.9.2011 | 03:37
Undirbúningshópur um borgarafundinn í kvöld bauð ríkisstjórn og stjórnarandstöðu á fundinn með þessu bréfi:
Ég geri ráð fyrir því að þú sem þingmaður áttir þig á því að þessi spurning skiptir máli og þiggir boð á borgarafund um þetta efni. Það er undirbúningshópurinn sem stendur að þessum fundi sem býður. Fundurinn verður haldinn í Háskólabíói nú í kvöld og hefst klukkan 20:00 og er áætlað að honum ljúki klukkan 22:00. Að fundinum standa, auk Sturlu Jónssonar, einstaklingar sem stóðu að skipulagningu reglulegra borgarafunda bæði á Akureyri og Reykjavík í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.
Framsögur flytja Sturla Jónsson, fyrrverandi vörubílstjóri, Jóhannes Björn, höfundur bókarinnar Falið vald, Björn Þorri Viktorsson hæstaréttarlögmaður og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Þessir munu líka sitja í pallborði ásamt Bergþóru Sigmundsdóttur, deildarstjóra Þinglýsinga- og skráningadeildar Sýslumannsins í Reykjavík.
Sturla mun útskýra sinn skilning á þinglýsingalögunum http://www.althingi.is/lagas/132b/1978039.html og lög um samningsveð: http://www.althingi.is/lagas/135a/1997075.html Jóhannes Björn veltir fyrir sér hvernig hagnaður bankanna hefur orðið til. Björn Þorri Viktorsson mun segja frá sínum skilningi á framangreindum lögum út frá lögfræðilegri sérþekkingu og Ragnar Þór Ingólfsson lokar framsögunum með umfjöllun um lánskjarabaráttuna.
Að loknum framsögum verður orðið gefið laust og þá gefst fundargestum tækifæri til að spyrja pallborðið spurninga eða koma með athugasemdir.
Draumur skipuleggjenda þessa fundar var að skapa breiðan umræðuvettvang á borgarafundi um ofangreind atriði. Þín mæting myndi svo sannarlega styrkja það að sá draumur verði að veruleika.
Fyrir hönd undirbúningshóps að borgarafundum um lög sem varða neytendalán,
Rakel Sigurgeirsdóttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verða sennilega fáir sem þora að mæta af þessu aumkvunarverða liði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2011 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.