Þingmennirnir sem segja NEI

Ég reikna með að lesendum sé það enn í fersku minni hverjir það voru sem höfnuðu nýju Icesave-lögunum í atkvæðagreiðslunni á Alþingi um miðjan febrúar sl. Það voru 16 þingmenn úr öllum flokkum nema Samfylkingunni. Þrír sátu hjá.

Það er rétt að telja þá upp sem sögðu nei en það eru: Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannson, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Lilja Mósesdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Pétur H. Blöndal, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Saari. 

Samstaða þjóðar gegn Icesave fékk fjóra fulltrúa úr þessum hópi til að svara spurningunni: „Af hverju ætlar þú að segja NEI við nýju Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Viðtölin fóru fram á Austurvelli en auk þingmannanna var þessi sama spurning lögð fyrir bæði lærða og leika. Viðtölin hafa öll verið birt á undanförnum vikum inni á You Tube ýmis í syrpum eða stök. 

Viðtölin við þingmennina fjóra fara hér á eftir en rætt var við einn fulltrúa þeirra flokka sem áttu þingmenn sem sögðu NEI í atkvæðagreiðslu þingsins um Icesave-frumvarpið. Þeir sem rætt var við eru: Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Viðtalið við Ásmund var tekið upp miðvikudaginn 6. apríl en hin þrjú 11. mars.

                                     ><>  ><>  ><>

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri Grænna, bendir á að hræðsluáróðurinn sem viðhafður hefur verið af já-sinnum eigi ekki við nein rök að styðjast og hvetur væntanlega kjósendur til að segja nei við löglausum hótunum Evrópusambandsins, Breta og Hollendinga og tekur það fram að þá muni framtíðin verða miklu bjartar.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að segja NEI vegna þess að Íslendingum ber engin lagaleg skylda til að taka á sig skuldir einkafyrirtækis. Hann segir jafnframt að hag okkar sé best borgið með því að málið fari fyrir dómstóla. 

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur trú á málstað okkar Íslendinga. Hún segir samningana bæði óskýra og ósanngjarna og mikla óvissa í þeim fólgna. Hún bendir jafnframt á að það sé minni óvissa í því fólgin að láta reyna á það hvað Bretar og Hollendingar muni gera þegar við segjum NEI.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir það fráleitt að velta skuldum einkafyrirtækis yfir á almennings í landinu ekki síst í ljósi þess að Landsbankinn hafi sennilega verið rekinn sem einhvers konar glæpafyrirtæki. Auk þess tekur hann það fram að mikil áhætta fylgi þessum samningi og bendir á að miðað við ekkert svo ólíklegar forsendur geti núverandi samningur hæglega farið upp í 233 milljarða.


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æðislegt að fá þetta svona fram. Já við skulum taka vel eftir því fólki á alþingi sem stendur með þjóðinni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:34

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.4.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Rakel þú stendur þig í vörninni gegn mafíunni!

Sigurður Haraldsson, 8.4.2011 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband