Fyrsti í samstöðu gegn ESB

Í kjölfar alþingiskosninga ætti að vera komið rúm til að fara að einbeita sér að samstöðunni NEI við ESBaftur. Eitt af því sem sameinar þvert á flokka er andstaðan við ESB aðlögunarferlið. Á nýliðnu kjörtímabili hefur áherslan á aðlögun verið slík að hún hefur nánast drekkt allri annarri umræðu og haldið mikilvægum innanlands- málum í heljargreipum.

Sama hvað um niðurstöðu nýliðinna alþingis-kosninganna má segja er ljóst að þessari áherslu var hafnað. Það hefur því myndast svigrúm til að halda andstöðu stórs hluta þjóðarinnar gegn bæði aðlögunarferlinu sjálfu svo og aðildinni að Evrópusambandinu á lofti.

Fyrsta tækifærið er morgundagurinn. Heimsýn hefur látið útbúa skilti og borða sem verður útbýtt fyrir 1. maí gönguna á morgun til þátttakanda sem vilja afþakka frekari óþægindi í boði Evrópusambandsins hér á landi. Á síðu Heimsýnar segir í tilkynningu þar sem vakin er athygli á þessum þætti göngunnar á morgun: 

Á þessum hátíðisdegi er rétt að muna eftir því hversu miklu það skiptir fyrir launþega að atvinnuástand sé gott. Því miður hefur atvinnuleysi stóraukist í löndum ESB að undanförnu og er nú svo komið að það er að meðaltali um 12 prósent, en farið að nálgast 30% á Spáni og Grikklandi, en þar er um helmingur ungs fólks án atvinnu.

Höldum því á lofti að það er íslenskum verkalýð ekki til heilla að ganga í ESB. (sjá hér)

Gangan hefst kl. 13:30 en þeir sem vilja halda uppi andstöðunni gegn ESB eru hvattir til að mæta á bílaplanið við Arion-banka kl. 13:00 þar sem skilti og borðar verða afhent. Gengið verður niður Laugarveginn og niður á Ingólfstorg þar sem verkalýðsforystan er með útifund. Þátttakendur eru hvattir til að koma skilaboðunum rækilega á framværi þar með því að hafa skiltin og borðana áberandi.

NEI við ESB

Stofnaður hefur verið viðburður inni á Fésbókinni (sjá hér). Eftir útfundinn býður Heimsýn upp á kaffi á skrifstofu sinni að Hafnarstræti 18 (sjá hér). Hér má líka benda á að tvær undirskriftarsafnanir eru í gangi þar sem aðildarviðræðum er hafnað.

Önnur er á skynsemi.is þar sem einfaldlega er skorað „á Alþingi að leggja til hliðar aðildarumsókn að Evrópusambandinu.“ (sjá hér). Nýlega hrinti svo Samstaða þjóðar annarri undirskrifasöfnun af stað með enn afdráttarlausara orðalagi þar sem segir: „Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB með formlegri ályktun“ (sjá hér). 

Stöndum vörð um framtíðina og lífskjör almennings og fjölmennum á morgun í þeim tilgangi að gera ESB-andstöðuna áberandi í 1. maí göngunni og göngum saman með skynseminni og segjum: Nei, takk við ESB!
mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband