Draumurinn um ESB og stjórnarskrárástríðan

Það er orðið ljóst að ekkert mál hefur tekið meiri tíma nú á lokadögum þingsins en stjórnarskrármálið og vegna þess hefur yfirstandandi þing m.a.s. verið framlengt um óákveðinn tíma. Á meðan liggur það sem stendur hverjum og einum næst, þ.e. lífsafkoman, á milli hluta. Það sem er þó enn skelfilegra er að í fárviðri stjórnarskrárumræðunnar þá hafa farið fram samningaviðræður við hrægammasjóði á vegum Goldman Sachs sem gætu haft þær afleiðingar að efnahagur landsins svo og möguleikarnir til að rétta hann við verða ekkert nema rústir.

Öllu þessu er fórnað fyrir stjórnarskrárfrumvarp sem ýmislegt bendir til að hafi verið sett saman í þeim eina tilgangi að tryggja að kosningaloforð Samfylkingarinnar um inngöngu í Evrópusambandið nái fram að ganga (sjá hér): 

Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild

Margir hörðustu gagnrýnendur stjórnarskrárdraga Stjórnlagaráðs hafa lagt sig í framkróka við að benda á að 111. grein núverandi frumvarps staðfesti að þessi sé megintilgangurinn að baki núverandi stjórnarskrárfrumvarpi en þar segir: „Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að“ (sjá hér).

Sigríður Ingibjörg IngadóttirÍ þessu ljósi vekja ummæli Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sérstaklega athygli. Ummælin komu fram í svari hennar við spurningum sem Birgitta Jónsdóttir beindi til hennar í umræðu um stjórnskipunarlög sl. þriðjudag. Eftir að Sigríður Ingibjörg hafði lokið ræðu sinni um þá stöðu sem nú er uppi í stjórnarskrármálinu kom Birgitta upp og spurði Birgitta Jónsdóttirhana fyrst hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að næsta þing muni ekki virða niðurstöðu þjóðar-atkvæðagreiðslunnar.

Í framhaldi af svari Sigríðar Ingibjargar kom Birgitta Jónsdóttir aftur upp í ræðustól til að spyrja eftir því hvernig yrði farið með þjóðaratkvæðagreiðsluna um inngöngu í ESB ef ný stjórnarskrá yrði ekki afgreidd á þessu þingi. Svar Sigríðar Ingibjargar hefst á þessum orðum: 

„Ég vil byrja á því að segja varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB þá er það náttúrulega fullljóst að það getur ekki orðið samþykkt á aðild að Evrópusambandinu nema með breytingum á stjórnarskrá og fullveldisframsali - ákvæði um fullveldisframsal í henni“

Af þessu verður ekki betur séð en stjórnarskrárástríðan sem knýr hina svokölluðu vinstri flokka til að safnast saman á Ingólfstorgi laugardag eftir laugardag stjórnist í rauninni af draumnum um ESB-aðild. Á meðan liggur það sem stendur hverjum og einum næst, þ.e. lífsafkoman, á milli hluta.

Það sem er þó enn skelfilegra er að í skjóli fárviðrisins sem þessir hafa skapað umræðunni um nýja stjórnarskrá hafa farið fram samningaviðræður við hrægammasjóði á vegum Goldman Sachs sem stefna framtíðarmöguleikum lands og þjóðar í þann voða að óvíst er að það þurfi 111. grein stjórnarskrárfrumvarpsins til að steypa fullveldinu í þá glötun að það ógni lífsafkomu framtíðarinnar.


Bloggfærslur 23. mars 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband