Að sá til ógæfunnar
1.2.2013 | 07:08
Það hefur verið mjög sérstakt að horfa upp á hatur ýmissa fjölmiðlamanna á Lilju Mósesdóttur.
Ég er ein þeirra sem hef margsinnis undrast það hvernig hún hefur staðið á móti og haldið ótrauð áfram við að vinna að markmiði sínu og loforðinu sem hún gaf kjósendum sínum vorið 2009. Þá lofaði hún almenningi að nýta sérfræðikunnáttu sína til að vinna að almannahag, leiðrétta misréttið og jafna kjörin og síðast en ekki síst að leggja til lausnir sem tryggðu efnahagslegt sjálfstæði Íslands.
Út frá mínum bæjardyrum séð hefur hatri eins og því sem lekur úr penna Jóhanns Hauksson í skrifum hans hér að neðan verið markvisst beitt til að hindra það að þingmaðurinn, Lilja Mósesdóttir, nái fram þessu markmiði sínu. Hatrið hefur komið fram í rógburði og vefengingum sem hafa því miður verið skammarlega áberandi í fjölmiðlum allt þetta kjörtímabil.
Hvers vegna spyrja eflaust margir? Svarið liggur í því að horfa til þess hverjir tapa á því að misréttið yrði leiðrétt, jöfnuðurinn aukinn, farin yrði skiptigengisleiðin ásamt því að öðrum lausnarmiðuðum leiðum, sem Lilja hefur mælt fyrir til að vinna á afleiðingum efnahagshrunsins, yrði framfylgt. Það má líka horfa til þess hvernig þessir tengjast eignahaldi á íslenskum fjölmiðlum.
Þegar horft er til þeirrar afstöðu sem endurspeglast í orðum Jóhanns um viðvaranir Lilju Mósesdóttur varðandi Icesave-samninginn sem var til meðferðar á Alþingi undir lok ársins 2009 er ekki úr vegi að rifja upp hvernig hann brást við þeim ákvörðunum forsetans að verða við áskorunum um að leggja Icesave-samning tvö og þrjú undir dóm þjóðarinnar.
Í fyrra skiptið skrifaði hann bloggpistil þar sem afstaða hans endurspeglast best í þessum orðum: Kannski hefði Ólafur Ragnar átt að vera í fríi í dag. (sjá hér). Í seinna skiptið var hann mættur á Bessastaði þar sem óhætt er að segja að hann hafi gert sig að fífli með framgöngu sinni.
Af einhverjum ástæðum hefur þessi framganga Jóhanns Hauksonar, sem frekast minnir á rógsherferð eða illan ásetning, ekki hindrað það að hann var ráðinn blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar í upphafi árs 2012 (sjá hér) Þetta hlýtur að heita stórfurðuleg ráðstöfun ekki síst í ljósi þess hvernig Jóhann hefur beitt sér gegn því forystufólki í stjórnmálum sem mests trausts hefur notið hjá þjóðinni (sjá niðurstöður könnunar MMR frá því í febrúar 2013)
![]() |
40% vilja afsögn ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2013 kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)