Ofbeldissamband yfirvalda við almenning

Það varð mörgum reiðarslag að lesa fréttir af nýjustu tilnefningu Nóbelsverðlaundanefnd-arinnar til friðarverðlaunanna þetta árið. Tilnefningin var réttlæt með upprifjun á þeim texta sem settur var saman við stofnun Evrópusambandsins án þess að það væri vikið einu orði að þeim ófriði sem niðurskurðarstefna þess hefur valdið um gjörvalla Evrópu þó einkum í suðurhluta álfunnar.

Evrópusambandið á í ofbeldissambandi við þjóðir þeirra ríkja sem eru í sömu aðstæðum og Íslendingar

Það er í rauninni ekki hægt að segja annað en að þessi tilnefning til friðarverðlauna Nóbels sé partur af því ofbeldi sem Evrópusambandið og þeir sem því eru bundnir standa á bak við. Sjálf upplifði ég ofbeldið af lestri fréttarinnar í gegnum augnabliks lömun. Ég var slegin af þögn furðulostinna geðshræringa um leið og það smaug í gegnum hug minn að bilunin er sennilega miklu alvarlegri en við sem spyrnum á móti höfum sannfærst um nú þegar.

Blóðugur og ofbeldisfullur friður

Með því að Nóbelsverðlaunanefndin tilnefnir Evrópusambandið til friðarverðlaunanna er það nefnilega ljóst að valdhafarnir eru haldnir svo alvarlegri blindu að þeir eru hættulegri mannfólkinu, lífinu og heiminum en flestir hafa hingað til gert sér grein fyrir! Sjálfhverfa þeirra er svo fullkomin að verk þeirra munu eyða núverandi ásýnd jarðlífsins fyrr en síðar. Þessar fréttir hafa komið mér til þeirrar niðurstöðu að það er ekki spurning um það hvort heldur hvenær...

Friðarverðlaun Nóbels hafa misst gildi sitt

Eina huggunin er sú að þegar valdakerfið sem við er að etja opinberar sig á þennan máta þá er líklegt að milljónir bregðist við á sama hátt þegar þeir átta sig á því hvurs lags klikkun er við að eiga, rísi upp á afturlappirnar með hinum og segi: „Hingað og ekki lengra! Ég hef ekkert með samband við ofbeldisseggi eins og Evrópusambandið og áhaggendur þess að gera þannig að verið þið úti!“

Það er enginn óhultur

Það er auðvitað óskandi að sá fámenni en háværi hópur Íslendinga sem enn reynir að halda því fram að hagsmunum lands og þjóðar sé best borgið innan ESB hafi sjálfum brugðið nógu mikið við þessar fréttir að þeir áreiti þjóð sína ekki frekar með blindu auga og hálfum sannleik varðandi bandalag sem er að leggja ásýnd og menningu landanna, sem standa okkur næst í efnahagslegu tilliti, í rúst.


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband