Lýðræðið er lykillinn
18.1.2012 | 15:11
Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði er eitt af þeim grasrótarfélögum sem koma að rekstri Grasróarmiðstöðvarinnar sem var opnuð í Brautarholti 4 síðastliðið haust. Næst komandi laugardag, sem er 21. janúar, munu fulltrúar Öldu kynna tillögur sínar um það hvernig skyldi standa að stofnun og skipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks. Fundurinn byrjar kl 13:00 og stendur í tvo tíma.
Það er von þeirra sem að fundinum standa að þeir sem hafa í hyggju að taka þátt í stofnun nýrra framboða fyrir næstu kosningar fjölmenni á fundinn og kynni sér þessar tillögur sem félagar í Öldu hafa sett saman. (Sjá hér)
Stofnaður hefur verið viðburður inni á Facebook til að vekja athygli á fundinum. Þar segir m.a: Í því pólitíska umróti sem nú blasir við í stjórnmálunum er ljóst að margir hafa misst trúna á það að þeir geti haft raunveruleg áhrif. Einhverjir kenna fjórflokknum um og telja það fyrsta skrefið til alvöru lýðræðis að stofna nýjan flokk.
En vantar ekki nýja aðferð til að stofna slíkan flokk? Og þarf ekki líka nýja hugmyndafræði varðandi valddreifingu innan hans til að tryggja öllum hópum samfélagsins rödd?
Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði hefur unnið tillögur að því hvernig skipulag stjórnmálaflokks í anda alvöru lýðræðis geti litið út. Tillögur Öldu hafa það að markmiði að búa til skipulag sem hentar stjórmálaflokki fyrir almenning þar sem valdi er dreift og styrkur fjöldans er nýttur til fullnustu.
![]() |
Ríkisstjórnin standi við loforð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |