Stefnumót við stjórnvöld

Það hefur spurst út að lögreglan ætlar ekki að standa heiðursvörð við alþingishúsið við þingsetninguna 1. okt. n.k. Þetta veldur mörgum siðvilltum þingmanninum sakbitnum kvíðahnútum. Einhverra hluta vegna hefur Ólína Þorvarðardóttir verið sett í það hlutverk að miðla þessum titringi og biðla til björgunarsveitarmanna um að þeir taki hlutverkið að sér. Hún blandar líka hugtakinu virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum, sem sitja með henni á þingi, við þessa furðulegu málaumleitan.

Ég velti því fyrir mér hvort þessi ódáðaverkahópur hafi alveg misst af því að nú þegar hefur stór hópur boðið sig fram til heiðursvarðar niður við alþingishúsið. Síðast þegar ég gáði (sjá hér) voru þeir komnir upp í rúm 3.000 sem ætla að taka þetta hlutverk að sér. Ég treysti þessum hópi til að sýna Ólínu Þorvarðardóttur og öllu hennar hyski tilhlýðilega virðingu

Það er virkilega dapurlegt að verða vitni af allri þeirri firringu sem virðist nær allsráðandi innan veggja Alþingis en það er ljóst af öllu þeirra látbragði að stjórnmálastéttin veit upp á sig skömmina. Grasrótin og ávextir hennar er sá jarðvegur sem eina von þessarar þjóðar liggur í. Einn blómlegasti ávöxturinn eru Hagsmunasamtök heimilanna sem hafa barist ötulega fyrir réttlæti til handa heimilunum í landinu.

Frá miðju sumri hafa þau staðið fyrir undirskriftarsöfnun undir eftirfarandi kröfu: 

Í nafni almannahagsmuna krefjumst við undirrituð almennra og réttlátra leiðréttinga á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnáms verðtryggingar.

Hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari kröfu fyrir 1. janúar 2012 jafngildir undirskrift mín kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um kröfugerðina. (sjá hér)

Það eru síðustu forvöð að skrifa undir en undirskriftarlistinn verður afhentur á morgun (þ.e. 1. okt). Viðburðurinn Samstaða Íslendinga var settur upp til stuðnings framtakinu. Fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn munu koma fram. Þar á meðal Magnús Þór Sigmundsson ásamt Fjallabræðrum sem munu syngja meðfylgjandi lag þar sem þetta hljómar: „HVAR ER SKJALDBORGIN MÍN? HVAR ER HÚS MITT OG LÍF?“



Svo er það stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur sem verður flutt 3. októrber Stefnuræða forsætisráðherraen af því tilefni munu TUNNURNAR koma saman aftur og minna á kröfur sínar sem í stuttu máli má segja að snúist um vantraust á alla sjórnmálastéttina sem hefur ekkert gert frá hruni nema staðfesta getuleysi sitt til annars en þjóna peningaöflunum á kostnað almennings. Settur hefur verið upp viðburður á Fésbók af þessu tilefni ásamt kröfulista sem má nálgast hér.

Að lokum er vert að taka það fram að ný Grasrótarmiðstöð verður tekin í notkun nú um mánaðarmótin. Hún er til húsa í Brautarholti 4. Ég hvet ykkur til að fylgjast með hér og kíkja við. Fyrsta tækifærið til þess verður upp úr hádeginu 1. okt. n.k.


mbl.is Óheiðarlegur og ósanngjarn rógburður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband