Evrópskir vorboðar!
28.5.2011 | 21:20
Samfélagslega meðvitaðir íbúar a.m.k. 26 evrópulanda munu koma saman á torgum borga og bæja víðs vegar um álfuna til að mótmæla því að þeir skuli vera látnir bera uppi sérhagsmunamiðaða valda- og eignastétt þessara landa. Krafan er raunverulegt lýðræði.
Þessi lönd eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalíka, Króatía, Kýpur, Noregur, Portúgal, Rúmenía, Rússland, Serbía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland (sjá hér) en mótmælt verður í a.m.k. 100 borgum og bæjum í þessum löndum. Munar mestu hve víða verður mótmælt í Frakklandi, Grikklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Englandi.
Það kemur væntanlega engum á óvart að fjölmiðlarnir eru frekar þögulir yfir þessari vaxandi hreyfingu en á Netinu má finna upplýsingar um flest það sem lýtur að þessari mótmælaöldu sem nú gengur yfir Evrópu; þ.e. hvar þau fara fram, tilgang þeirra og svo framgang. Þannig mátti sjá myndbönd á You Tube af ofbeldisfullum yfirgangi lögreglunnar gagnvart mótmælendum í Barcelona í gær (Sjá t.d. hér)
Þar má líka sjá hvar mótmælin fara fram. Hér er krækja inn á íslenska viðburðinn. Þessi mótmæli byrja kl. 18:00. Mótmælin hérlendis fara fram á Austurvelli í Reykjavík. Ég leyfi mér að skora á þig að taka þátt í þessum heimsögulega viðburði og skapa stórfljót sem ryður mannvænlegri tilveru rúm inn í framtíðina.
Þetta myndband var sett saman í tilefni mótmælanna á morgun. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 600 manns horft á það inni á You Tube. Ef þér finnst það skipta máli má geta þess að það var Íslendingur sem setti það saman en ég spái því að það eigi eftir að fara um víða veröld á næsta sólarhringnum.
Evrópa krefst alvöru lýðræðis núna!
28.5.2011 | 01:52
Í stað þess að hafa langt mál um það hvers vegna við mótmælum og í stað þess að telja upp einhverjar séríslenskar ástæður þess að mótmæla birti ég þessa táknrænu mynd sem segir í raun allt sem segja þarf um ástæður þess að Evrópa rís upp og mótmælir:
Við mótmæltum með Spánverjum um síðustu helgi nú verðum við meðal tuttugu og tveggja evrópuþjóða sem mótmæla því fyrirkomulagi sem myndin hér að ofan lýsir svo vel og krefjast raunverulegs lýðræðis. Þessar þjóðir eru: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalíka, Króatía, Kýpur, Noregur, Portúgal, Rímenía, Serbía, Spánn, Sviss, Svíþjóð og Þýskaland (sjá hér).
Á Fésbókinni hefur verið stofnaður sérstakur viðburður fyrir Ísland (sjá hér) sem byrjaði á því að þar var stofnaður viðburður sem hvatti til mótmæla í öllum borgum Evróðu með þessari orðsendingu:
PEOPLE IN EUROPE WAKE UP,
LETS MAKE A BETTER LIFE
LETS TALK ,
LETS MEET,
LETS CHANGE EVERYTHING
LETS DO IT!
"Angelo"
WE CALL FOR REAL DEMOCRACY NOW. We blame the economic and political forces for our bad situation and demand the necessary change of course.
We call on all citizens, under the motto "Real Democracy NOW.
We are not a commodity lying in the hands of politicians and bankers." to take to the street to protest. Join us, no matter what political views you have, to make all the people heard as a single voice.
European Revolution
Community (sjá hér)