Af verkum þeirra skulið þið þekkja þá!

Skúrkurinn sem stýrir AlþjóðagjaldeyrissjóðinnAllir sem hafa kynnt sér sögu og verk Dominiques Strauss-Kahns gaumgæfilega eru væntanlega löngu búnir að átta sig á því að maðurinn er skúrkur. Það er þó ljóst að stærstur hluti þeirra, sem eiga eignir og fara með völd í heiminum, kýs fremur að að horfa á gráhærðu, bindisskreyttu jakkafatagrímuna og stöðuheitið.

Þeir hinir sömu hafa hingað til ekkert látið það Gamall, gráhærður, gráðugur og graðurtrufla sig að hann ber beina ábyrgð á eyði- leggingu milljóna mannslífa. Ég treysti mér ekki til að fullyrða hvað hann hefur misnotað og eyðilagt líf margra kvenna en það ætti að vera ljóst hverjum vel upplýstum og hugsandi einstaklingi að þetta er langt frá því að vera fyrsta eða eina skiptið sem ofbeldiskennd kynhneigð framkvæmdarstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðins brýst fram.

Sennilega hefði þessi „veikleiki“ aldrei komist í hámæli nema fyrir það að hann beitti sér í sínum heimareit! Hann áreitti sem sagt samstarfskonu sína eða of hátt setta konu til að henni yrði sópað undir teppið! Hefði hann ekki gerst svo djarfur í það skiptið er vafamál að þetta tilfelli hefði nokkurn tímann orðið opinbert.

Karlar í valdastöðum hafa misnotað konur kynferðislega og farið með þær eins og sjálfhægingarhluti á öllum öldum. Á meðan þeir halda sig við lágstéttardætur og aðrar áhrifalausar konur hefur bræðrabandalagið, sem sér um ímyndunarvörslu þessara einstaklinga, sópað yfir afleiðingar kynhegðunar þeirra. Hér er gott dæmi um það hvers ímyndunargæsluliðarnir innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru megnugir.

Um leið og umræddir karlar höggva í hóp kvenna sem eru af sömu stétt og þeir sjálfir, kvenna sem eiga feður, eiginmenn eða bræður, sem krefjast sama réttar til valda og eigna og hinir fyrrnefndu, verður ímyndunarvörnin erfiðari. Í nútímanum hefur einstaka konum tekist að príla upp í það að standa jafnfætis svona körlum í baráttunni um völd, eignir og virðingu.

Samstarfskonan sem
Dominique Strauss-Kahn beitti kynferðislegu ofbeldi hefur væntanlega verið búin að ávinna sér nægilega sterka stöðu og/eða virðingu til að það var ekki hægt að sópa henni undir teppið. Hann komst þó upp með að kenna um „dómgreindarleysi“ en hún fékk aðra stöðu í öðru fjármálafyrirtæki. Ímyndunarherdeildin virðist hins vegar hafa misst viljann og/eða stuðninginn sem þarf til að hylma yfir það að hann réðist á þjónustustúlkuna nú.

Græðgisskúrkar Dominique Strauss-Kahn er skúrkur! Það hvernig afbrigðileg kynhegðun hans brýst fram vitnar um ekkert nema það. Framkvæmdarstjórastaða hans í hinum alræmda Alþjóðagjaldeyrissjóði er þó ekki síður til vitnisburðar. Það dapurlegasta við þetta allt saman er það að valda- og efnahagskerfið viðrist vera meira og minna ofurselt körlum, auk einstakra kvenna, af sama kaliberi og hann.

Peningar, losti og græðgiÞað verður að segja það eins og er að karlar með enga siðferðisvitund, karlar sem hafa ekkert taumhald á fýsnum sínum og karlar sem telja að peningar, stífbónaður blæjusportbíll og ungar konur með flatan maga og ofurtúttur séu hámark lífsgæðanna, eru ekki líklegir til að stýra neinu til gæfu og hagsældar.

Við höfum dæmin allt í kringum okkur um það að þeirra forysta leiðir heilu samfélögin beina leið til helvítis! Tími gráhærðra, gráðugra og graðra karla í lykilstöðum samfélaga heimsins er liðinn og kominn tími á ungt hugsjónafólk sem er tilbúið að breyta heiminum í stað þar sem allir njóta sömu réttinda í orði sem á borði.


mbl.is Forstjóri AGS grunaður um kynferðislega árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband