Ég harma aðför stjórnmálastéttarinnar að almenningi

Stjórnmálastéttin er haldin þvílíkri firringu að hún virðist ekki skilja þá neyð sem hún hefur komið almenningi í. Það er neyðin sem rekur okkur til að spyrna við fótum. Þess vegna hafa mótmælin aldrei sofnað þó þau hafi ekki enn náð sama krafti og í janúarbyltingunni 2009. Núna á föstudaginn mættu mörg okkar niður á Austurvöll og hrópuðum: VIÐ ERUM ÞJÓÐIN og VANHÆFT ALÞINGI.

Á mánudagskvöldið verður þeim mótmælum haldið áfram. Við höfum nefnilega misst alla trú á því að nátttröllin sem skipa gömlu flokkanna hafi vilja eða getu til að leysa vandann sem þau komu okkur í. Við erum að átta okkur á því að þau vilja aðeins verja fjármálakerfið og sjálf sig. Við krefjumst þess að á okkur sé hlustað og mörg okkar eru á þeirri skoðun að þvílíku neyðarástandi sem hin sérhagsmunamiðaða flokkapólitík hefur átt virkan þátt í að koma okkur í verði aðeins leyst með nýjum starfsaðferðum.

Mótmælin sem boðað hefur verið til næst komandi mánudagskvöld við upphaf stefnuræðu forsætisráðherra bera yfirskriftina: TUNNUMÓTMÆLI FYRIR BROTINN TRÚNAÐ. Sérstakur viðburður hefur verið settur inn á Fésbók til að fólk geti skráð sig. Sjá hér. Þar stendur þessi texti:

Næstkomandi mánudagskvöld er stefnuræða Jóhönnu Sigurðardóttur á dagskrá þingsins. Við skulum skapa henni réttan undirleik og umgjörð. Ómsterkir eða stórir hljómgjafar afar vel séðir. Mætum í öllum okkar fjölbreytileik og stöndum saman í því að koma vantrausti okkar á því sem fram fer innan þingsins á framfæri.

Gleymum því ekki að stofnunin sem steypti fjármálakerfinu í glötun fyrir tveimur árum, með vanhæfni sinni og spillingu, steypti lýðræðinu sömu leið í atkvæðagreiðslunni um landsdóm síðastliðinn þriðjudag. Því er komið að okkur almenningi að spyrna við fótum áður en þeir missa landið okkar niður um svelginn vegna áframhaldandi afglapa.

(Seinni efnisgreinin er byggð á því sem fram kemur í grein Svans Kristjánssonar sem birtist á eyjan.is 30. sept. sl.)

Það hefur fréttst að nú þegar sé búið að safna saman nokkrum tunnum og einhverjir ætla bara að taka ruslatunnuna sína og trylla henni inn á Austurvöll til að taka þátt í tónleikum tunnubandsins sem verður til þar. Því hefur jafnvel verið spáð að bandið muni áður en yfir lýkur ná viðlíka leikni og þessir hér:

Það skal tekið fram að mótmælin hefjast kl. 19:30. Ræða forsætisráðherra hefst tuttugu mínútum síðar. Sjá hér.


mbl.is Harma aðför að Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband