Ég styð réttlætið! Hvað með þig?

 Ég er kannski viðkvæm sál en eftirfarandi orð Þórs Saari hjá Borgarahreyfingunni snerta viðkvæma strengi hennar og hreyfa þá til auðmjúks þakklætis:

Við verðum að muna eftir því hvers vegna er verið að kjósa á morgun. Það er verið að kjósa á morgun af því að hér varð algjört efnahagshrun. Stjórnvöld á Íslandi brugðust almenningi algerlega og sveipuðu efnahagsmálin hér í leyndarhjúp, þannig að heimilin lentu á vonarvöl. Við megum ekki gleyma því.

Þessi sömu stjórnvöld þau sitja hér í kvöld, allt í kringum mig og bjóða almenningi upp á það að láta kjósa sig aftur á morgun. Við vitum hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vitum hverjir bera ábyrgðina. Við megum ekki gleyma því heldur. Það er algjört grundvallaratriði. Ástæðan fyrir því að hlutirnir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hættum að skipta okkur sjálf af stjórnmálum. Við gleymdum því, við sváfum á verðinum. Við megum ekki gera það.

Á morgun þegar við göngum inn í kjörklefann, þá skulum við ekki spyrja okkur þessarar spurningar, aftur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vitum hvað það var. Við skulum spyrja okkur þeirrar spurningar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morgun.

Ég hef ekki gleymt áhyggjum og þjáningum liðins vetrar. Ég hef ekki gleymt því að ríkisstjórnin og stjórnmálamennirnir brugðust því hlutverki að standa vörð um það sem þeir voru kosnir til. Þess vegna get ég ekki kosið neinn þeirra flokka sem áttu þingmenn inni á þingi. Ég get alls ekki gleymt því að fulltrúar þingflokkanna sátu hreyfingar- og orðlausir undir margboðuðu efnahagshruni.

Það er ekki nóg með það að ekki einn einasti þeirra varaði okkur við heldur stóð enginn þeirra upp og upplýsti okkur um, þó það væri ekki annað, en hans eigin sýn á það sem hafði gerst, var að gerast og mundi gerast.

Þögnin hefur mér alltaf þótt tortryggileg. Innihaldslaust orðagjálfur enn þá verra. Því miður finnst mér lokaorð formannanna bera töluverðan keim af slíku. Kannski mismikinn eftir mönnum en í ljósi þess sem við stöndum frammi fyrir þá eru orð Þórs Saari þau einu sem mér finnst eiga við.

HimnasendingEf það væri ekki fyrir hreyfinguna sem hann tilheyrir þá eygði ég litla von. Vegna Borgarahreyfingarinnar leyfi ég mér að vera bjartsýn á að við náum að taka skynsamlegar og mannúðlegar á vandanum en núverandi þingflokkar boða. Ég segi þess vegna guði sé lof fyrir Borgarahreyfinguna!


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Æ við erum eitthvað svo sammála.  X-O Þjóðin á þing er vonandi það bjargar okkur lýðnum.  Ekki voru stjórnir undanfarinna 18 ára að hugsa um okkur almúgann. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:00

2 identicon

Ég tel mig ætíð hafa gert mitt besta til að styðja réttlætið.  Varðandi Borgarahreyfinguna hef ég hins vegar sett "STÓRT ?"  við einn mann sem ég hef ekki góða tilfinningu fyrir.  Hvernig hann svaraði spurningunni um listamannalaunin sagði mér dálítið mikið og ég óttast líka að hann noti fyrsta tækifæri sem hann fær til að koma sér yfir í "gamla góða" Framsóknarflokkinn. 

Ég tek lokaákvörðun í kjörklefanum, ef ég þá mæti.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:15

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Páll! Ég vona að þú mætir í kjörklefann á morgun. Ég treysti skynsemi þinni til að finna út hverjum þú treystir best. Þú manst að útstrikanir eru leyfðar þannig að þú getur strikað út einn mann á lisanum sem þú kýst.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:23

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég persónulega held að Þráinn Bertelsson fái flestar yfirstrikanir í Borgarahreyfingunni, hann virðist vera umdeildur.  Nokkrir sem ég hef talað við í vinnunni minni geta ekki hugsað sér að kjósa Borgarahreyfinguna vegna hans, svo eru aðrir sem ætla að kjósa Borgarahreyfinguna vegna hans. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:28

5 identicon

Fræðist um spillingu Framsóknarflokksins => http://framsoknarskolinn.barnaland.is/

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 05:24

6 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

rakel ég tek ákvörðun í kjörklefanum

Ólafur Th Skúlason, 25.4.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband