Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Að eiga og elska kött

Ég hef verið dyggur aðdáandi katta frá því að ég man eftir mér enda vart hægt að hugsa sér elskulegri gæludýr en kettiSmile Kettir eru líka svo ótrúlega sjálfstæð dýr en sennilega hrífst ég mest af kettinum þegar hann hringar sig saman á mjúkum og hlýjum stað og lygnir aftur glyrnunum staðráðinn í því að láta ekkert trufla sína verðskulduðu hvíld.

HPIM1833  Ég er búin að eiga nokkra ketti síðan ég fór að búa sjálfstætt. Það hafa skipst á skin og skúrir í samskiptum mínum við þessar elskur; svona eins og gengur í nánum samböndumGrin en núna þegar þær eru horfnar man ég auðvitað bara eftir sólskininu sem þær veittu inn í líf mitt og dætra minnaWink

En ég á líka eina kisu núna eða réttara sagt ég gaf Tinnu eina kolsvarta, guleygða læðu sl. sumar. Þessi elska fékk nafnið Tekla en hún er búin að reyna svolítið á þolrifin í okkur tveimur undanfarið árFootinMouth

Kannski er það ég sem hef breyst og hef þess vegna ekki eins gaman af kisum og áðurUndecided Kannski er það kötturinn sem er svona einstakur að við skiljum hann ekki og kunnum ekki að meta hann af verðleikum. Hver veit...

Tekla átti kettlinga núna um hvítasunnuhelgina sem eru tilefni þessara skrifa. Af því mér þykir vænt um Teklu, þrátt fyrir allt, þá ætla ég að sleppa því að segja frá umbreytingunni sem varð á henni á meðan hún var breima... en það var erfitt að horfa upp á hana kinnroðalaustLoL Það var á hvítasunnudag sem Nýgotinþessi gulglyrnti kolamoli þurfti svo að takast á við afleiðingar þessa breimakasts af fullri alvöru. Þann dag gaut hún fjórum, grábröndóttum kettlingum.

Fyrst var auðvitað bara gaman... fjórir pínulitlir, mjúkir dúnhnoðrar sem þótti auðvitað voðalega gott að sjútla spenana á mömmu sinni og dorma þess á milli. Þeim þótti líka greinilega gott að láta strjúka sér þó þeir væru enn staurblindir og heyrnarlausir. Svo kom að því að þeir fóru að opna augun og enn óskaplega viðráðanlegar dúllur sem áttu það jafnvel til að bresta í mal þegar maður strauk þeimSmile

Ég brá mér svo í sumarfrí í hálfan mánuð og á meðan blésu þessir pínulitlu pettosar út. Þegar ég kom heim voru þeir helmingi stærri en þegar ég fór. Þeir tóku Kettlingará móti mér hoppandi og skoppandi og veiðandi allt sem hreyfðist. Voðalega krúttlegir og sætir náttúrulegaWink 

Svo kom að því að móðurmjólkin var ekki nóg næring handa þessum sístækkandi kisudýrum. Þau voru byrjuð að laumast í vatnið og matinn hjá mömmu sinni áður en við Tinna vissum af og í framhaldi af því fór að birtast kettlingaúrgangur á óæskilegum stöðumFrown

Mamman ætlar augljóslega ekki að taka neina ábyrgð á aðalatriðunum í uppeldi þeirra. Hún gefur þeim að drekka stöku sinnum núorðið, leikur við þá og lætur vel að þeim ef hún er í stuði en öll húsvönun er í höndum okkar Tinnu. Það er t.d. mjög mikilvægt atriði að kenna þessum kettlingaöpum hvar á að skíta og míga. Þeir eru hins vegar ekkert sérstaklega námsfúsir hvað þetta grundvallaratrið varðarCrying

Tekla lætur eins og þetta sé ekki hennar mál en Tinna er búin að standa sig eins og hetja í að kenna þessum kvikindum að úrgangsstykkin þeirra eiga að fara í þar til gerðan kassa. Hún brá sér svo suður til að fara á tónleika með Sigur Rósu þannig að ég er tekin við...

Við vorum búnar að loka kettina inni á baði með kassann í nokkrar nætur. Tekla var viðþolslaus þar og var við það að ná hurðinni af hjörum þannig að ég færði þau með útgerðina inn í mitt herbergi sem er töluvert rýmra en savethecatbaðherbergiðWink

Þau eru búin að vera þar í einn sólarhring en skilaboðin virðast ekki vera komin til allra ennFrown Spurning hvort ég þarf að fara að grípa til örþrifaráða eins og þess sem er sýnt á þessari myndGrin

Þetta kassastríð hefur deyft meðfædda kattarást mína um stund a.m.k. en kannski lifnar hún aftur að stríðinu loknuErrm Það er nefnilega eitthvað ómótstæðilegt við flesta ketti: feldurinn, augun, malið leikgleðin, nautnaeðlið, ... Mér finnst líka svo skemmtilegt að sjá hvað kettir, sem líður vel, eru ánægðir með sig eða montnirJoyful

Eins og ég sagði áðan þá eru kettlingarnir hennar Teklu fjórir. Tvær læður og tveir högnar. Við Tinna eigum okkur auðvitað einn uppáhaldskettling. Það er grábröndótt læða sem er algjört montrassgat og nautnadýr. Kettlingarnir eru reyndar allir grábröndóttir en tveir þeirra eru með hvítar loppur.

Við erum auðvitað alveg með það á hreinu að þessi uppáhaldslæða er búin að læra á kassann fyrir lönguWink Það lítur reyndar út fyrir að það séu fyrst og fremst högnarnir sem eru tregir til að fara á sjálfgefna staðinn, þ.e. kassann, til að gera stykkinn sín. Þeir vilja heldur uppgötva einhverja nýja danmork 186staði til þeirra hluta.

Bröndótta læðan í kettlingahópnum viðheldur kattarástinni í þessu stríði því hún er voðalega mannelsk og kelin ... en þeir eru auðvitað allir óskapelga fallegir a.m.k. þegar þeir sofaLoL

Okkur Tinnu langar auðvitað til að þessir kettlingar eignist framhaldslíf á einhverjum góðum heimilum þannig að við leggjum okkur allar fram við uppeldi þeirra og vitum í hjarta okkar að okkur mun takast að gera þá að snyrtilegum heimilisköttum sem eiga langt og gott líf framundan. Það er nefnilega hellingur af fólki sem elskar ketti eins og við enda eru þeir alveg óviðjafnanlegirSmile


Á Hirsholm með Rúnu

Ég var í Danmörku frá 30. maí til 15 júní. Ég fór aðallega til að ferðastSmile en Danmörk varð fyrir valinu vegna þess að Rúna bauð mér að heimsækja sig. Fyrir þá sem þekkja ekki Rúnu. Þá er þetta hún:

danmork 001Við Rúna urðum reyndar samferða út, þó ég flygi frá Akureyri en hún frá KeflavíkWoundering Við héldum svo ferðinni áfram saman eftir eina helgi í Kaupmannahöfn. Við fórum með næturlestinni til Fredrikshavn þar sem við tókum póstbát yfir til Hirshom. Þar beið okkar listamannaíbúð sem Rúna varð sér úti um fyrir júnímánuð. Ég var þar með henni í eina viku.

Vikan sem ég eyddi með henni þar var síðasta vikan sem hitabylgjan, sem gekk yfir Danmörku, stóð. Það hentaði mér auðvitað æðislega að liggja fáklædd úti í sólinniSmile

Hérna er mynd sem danmork 021sýnir u.þ.b. 1/4 af eyjunni. Ég tók hana úr gamla vitanum á eyjunni. Hún er ekkert mjög skýr en þarna sést bryggjan og húsið sem við vorum í. Það eru þrjár íbúðir í húsinu og við vorum í þeirri í miðjunni. Úti við sjóndeildarhringinn glittir í Fredrikshavn.

Það var að flestu leyti yndislegt að vera þarna. Mávurinn spillti reyndar töluvert fyrir friðsældinni en eyjan er friðland fyrir hann. Við vorum þarna á þeim tíma sem ungarnir voru að koma úr eggjunum þannig að maður var með fuglabjargsgargið í eyrunum allan sólarhringinnPinch

 
Þið ráðið hvort þið trúið því en varpstöðvar hettumávsins teygðu sig inn í danmork 011bakgarðinn hjá okkur.Shocking Myndin er sönnunargagn fyrir vantrúaðaWink Ég tók þessa mynd út um baðherbergisgluggann á íbúðinni sem við vorum í en baðherbergið er á efri hæð íbúðarinnar.

Það er hins vegar fáránlegt að einblína um of á það neikvæða því annað var allt jákvætt. Sól, hiti og þægindi. Við vorum þess vegna úti allan daginn. Ég flatmagandi í sólinni, oftast í garðinu en við fórum líka í göngu um eyjuna og grilluðum gjarnan niður við bryggjuna á kvöldin. 

 
Einn daginn fór ég líka á ströndina sem er á eyjunni og lá þar allan danmork 040daginn. Það var yndislegtHeart Það er greinilegt að það eru margir sem nota sér þessa paradís sem þessi eyja er. Alla daga var stöðugur straumur fólks sem kom siglandi á hraðbátunum sínum. Sumir komu gagngert til að flatmaga í sólbaði. Bátnunum var þá hreinlega lagt við akkeri og svo óðu farþegarnir í land með nestistösku og jafnvel lítið ferðagrill meðferðis. Aðrir lögðu bátnum við höfnina og virtust eingöngu vera komnir til að skoða þetta friðland fugla og listamanna. Sumir hafa nefnilega áhuga á mávumW00t Það voru líka einhverjir sem höfðu áhuga á listamönnunum. Einhverjir meiri en góðu hófi gegnirGrin Rúna orðaði þetta mjög skemmtilega þegar hún benti á að þetta fólk kæmi fram við okkur eins og „gíraffa í búri“LoL

Nú svo voru alltaf einhverjir sem komu með póstbátnum sem er eina danmork 002almenningssamgöngutækið við þessa eyju. Hann fer fjórar ferðir þrjá daga í viku. Mánudagarnir eru einu líka dagarnir sem er hægt að skreppa fram og til baka. 

Að lokum ætla ég að fræða áhugasama aðeins um eyjuna og mannlífið þarna. Í eyjunni búa ekki nema sex til sjö manns. Það er staðarhaldarinn sem á kærustu sem heimsækir hann stöku sinnum. Einn ellilífeyrisþegi sem fær reglulegar heimsóknir frá sinni konu. Svo eru hjón sem ég held að séu frá Færeyjum bæði og eru öryrkjar. Hann vegna parkinssons. Rúna sagði mér svo að þarna byggju líka fuglafræðingur og konan hans. Þessi eyja er víst fræg meðal fuglafræðingaWoundering

Einhver kann kannski að velta því fyrir sér hvers vegna ég, sem þekki varla nágranna mína í stigaganginum í sjón, hafi komist svona vel inn í hver var danmork 008hvað þarna og hvað hann gerirGrin Ástæðurnar eru: 

1. Eyjan er pínulítil. Eiginlega ekki nema á stærð við lófaWink

2. Það voru allir voðalega forvitnir um okkur og flestir kynntu sig einfaldlega fyrir okkur.

3. Svo vildu flestir upplýsa okkur um sig en aðallega náungannFootinMouth

Við komumst fljótlega að því að uppáhaldsumræðuefni eyjaskeggja er listamennirnir sem koma þarna og dvelja í einn mánuð í einu. Eftir að ég var farin heyrði Rúna eina mergjaða kjaftasögu sem gengur um okkur og staðarhaldarann. Ég reikna með að persóna mín sé þegar sveipuð þoku í þessari sögu en ég lifi samt áfram í henni sem kærasta Rúnu. Samkvæmt sögunni á staðarhaldarinn að hafa misst grersamlega alla sjálfstjórn einhvern tímann þegar hann kom að okkur í sturtu samanShocking Ekki orð um það meirLoL

Hvað á þetta fólk svo sem að gera sér til dundurs annað en að kynnast listamönnunum og hafa gaman af þeimWink Þarna er ekkert við að vera fyrir það nema að segja sögur af þessu stórfurðulega fólkiErrm Það er engin búð, ekkert kaffihús eða krá. Þarna er reyndar ein kirkja og þar er messað nokkrum sinnum yfir sumarið en það er fyrir ferðamanninnSmile

Ég segi þetta gott af Danmörku þar sem annað sem ég gerði þar var óskaplega dæmigertWink Það eftirminnilegasta af því var þó ferð á Skagens 734px-PS_Krøyer_-_Hip_hip_hurra!_Kunstnerfest_på_Skagen_1888MuseumSmile Enda þessa fyrstu alvörufærslu þess vegna með einum af uppáhalds- málurunum mínum frá Skagen. Það þekkja örugglega allir þetta verk sem heitir Hip, hip, hurra og er eftir Peter Severin Kroyer (það á reyndar að vera o með skástriki en ég er ekki viss um hvar ég finn það á lyklaborðinuFrown þannig að ég vona að mér fyrirgefist rithátturinn hér).

Það sem mér finnst svo dásamlegt við þessa mynd er að þarna eru margir af þekktustu listamönnunum sem tengdust þessari frægu „listamannaklíku“ á Skagen. Auðkenni Kroyers sjálfs er t.d. hatturinn (sem ég reikna með að hann hafi sofið meðLoL) Vegna hans er hann auðþekkjanlegur á öllum myndunum sem hann kemur fyrir á, eins og þessari.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband