Ætla ekki allir að taka þátt í kröfugöngunni á morgun?

Dagurinn á morgun stefnir í það að vera sögulegur fyrir margra hluta sakir. Ekki aðeins fyrir það að þá verður fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan haldin heldur verður farin kröfuganga niður Laugarveginn þar sem Alþingi götunnar verður stofnað.

Ætlar þú ekki örugglega að taka þátt í þessum sögulegu atburðum: Kjósa og ganga?! Ég kemst ekki sjálf þar sem ég bý á Akureyri en ég ætla að flagga samstöðufánanum mínum. Sjá hér

Það er búið að stofna síðu utan um þennan atburð á Fésbókinni. Sjá hér En tilkynningin um gönguna og útifundinn sem er við endastöð hennar, Austurvöll, birti ég hér:

Nú hafa nokkrir grasrótarhópar ákveðið að standa fyrir kröfugöngu frá Hlemmi laugardaginn 6. mars kl 14. Gengið verður niður Laugaveginn og að lokinni göngu verður haldinn útifundur á Austurvelli kl. 15.

Ræðumenn verða: Andrés Magnússon, læknir og Júlíus Valdimarsson, húmanisti.

Magnús Þór Sigmundsson mun syngja og hljómsveitin Stjörnuryk mun flytja lag.

Á fundinum verður Alþingi götunnar stofnað.

Helstu áhersluatriði Alþingis götunnar eru:

  • Leiðrétting höfuðstóls lána
  • afnám verðtryggingar
  • fyrning lána við þrot
  • jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né endurreistir
  • AGS í úr landi
  • manngildið ofar fjármagni
  • aukin völd til almennings
  • bættur neytendaréttur

Trommusláttur og lúðrablástur mun fylgja með niður Laugaveginn. Mælst er til þess að göngumenn taki með sér potta, pönnur, flautur eða annað sem getur framkallað hóflegan hávaða. Takið með kröfuspjöld.

Gerum laugardaginn 6. mars að sögulegum degi. Fjölmennum við formlega stofnun Alþingis götunnar. Gefum skýr skilaboð til umheimsins: Lýðræðið er númer eitt! Valdið er fólksins!

Gerum Alþingi götunnar að stórviðburði. Ekki láta þig vanta. Tölum einum rómi með samtökunum okkar. Látum það ekki fara neitt á milli mála hver vilji okkar er. Kjósum með fótunum í göngunni niður Laugaveg.

Hagsmunasamtök heimilanna
Nýtt Ísland
Attac samtökin á Íslandi
Siðbót
Húmanistafélagið
Rauður vettvangur
Vaktin
Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja


mbl.is 12.297 atkvæði skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

AGS úr landi ? Er það raunhæft ?

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég spyr á móti finnst þér raunhæft að draga fram lífið undir járnbentum hæl Alþjóðagjaldeyrissjóðsins??? Hlustaðir þú á ræðu Birgittu Jónsdóttur þar sem hún mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um „Mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins“? Ef ekki þá ættir þú endilega að gefa þér tíma til þess. Þú kemst inn í ræðuna r.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:11

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að við eigum ekki margra kosta völ Rakel.

Jú ég ætla að gefa mér tíma til að hlusta á þetta viðtal.

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 23:15

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er þín afstaða en alls ekki mín. Krækjan sem ég setti inn vísar ekki á viðtal heldur ræðu Birgittu Jónsdóttur á Alþingi þar sem hún mælti fyrir þingsályktunartillögum um „Mótun efnahagsáætlunar sem tryggir velferð og stöðugleika án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins“.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:18

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Já ræðu...hvernig læt ég..

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 23:21

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.3.2010 kl. 23:40

7 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ég mun mæta! :)

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 00:44

8 Smámynd: Anna Margrét Bjarnadóttir

Ég mæti :-)

Anna Margrét Bjarnadóttir, 6.3.2010 kl. 01:54

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta með samstöðufánana mína :)  Ég á tvö stykki.  Ég ber annann fánann fyrir pabba minn sem kaus utankjörfundar í síðustu viku, bara til öryggis.  Ég vona að atkvæðið hans ónýtist ekki vegna andláts hans.   Hann var gallharður Nei maður, í IceSlave málinu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2010 kl. 02:26

10 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Mjög leitt að heira um föður þinn. En han var skynsamur að kjósa snemma. mætum öll ídag. :)

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 02:45

11 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Jákvætt að sjá þessi viðbrögð Það er líka jákvætt að heyra að Jóna Kolla geti nýtt samstöðufánann til að halda uppi kröfum föður síns. Ég trúi ekki öðru en atkvæði hans sé gilt. Hann kaus utankjörstaða vegna þess að hann var ekki viss um að hann fengi tækifæri til að kjósa. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér í því sambandi. Blessuð sé minning förður þíns Jóna Kolla. Þú mátt svo sannarlega vera stolt af skynsemi hans og fyrirhyggju!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.3.2010 kl. 02:54

12 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ég mætti

Sigurður Haraldsson, 6.3.2010 kl. 23:29

13 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

Ég líka með 2 ára syni mínum :)

Sævar Guðbjörnsson, 6.3.2010 kl. 23:33

14 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þið eruð hetjur! Yndislegt að sjá að Sigurður hefur mætt fyrir hönd Norðurlands

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.3.2010 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband