Það er bara ekki satt!!

Ef ekki væri fyrir þau: Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur og Þór Saari þá væri ég sennilega lögst í fullkomna lágdeyðu, eins og stærstur hluti þjóðarinnar, eða að skoða möguleikana á búsetu í öðrum löndum af fullri alvöru. Mér heyrist reyndar að mjög margir þeirra sem hafa áttað sig á alvarleikann í stöðu mála í íslensku samfélagi séu annaðhvort fluttir eða að undirbúa flutning.

Ég á voðalega erfitt með að skilja alla uppgjöf en enn verra með að skilja hvað það er sem gengur að velflestum íslenskum stjórnmálamönnum. Er einhver bráðsmitandi geðsjúkdómur sem er að ganga í þinghúsinu sem heitir veruleikafirring? eða er það eitthvað annað? Er einhver kolkrabbi sem umvefur alla flokksforingja örmum um leið og þeir komast til valda og kreistir svo fast að blóðið hættir að renna til heilans?

Það er ljóst að þeir sem greiddu núverandi ríkisstjórnarflokkum atkvæði sitt í nýliðnum kosningum treystu þeim til að leiða samfélagið inn í aðra tíma en það stefndi í. Ég hef heyrt í mjög mörgum sem treystu t.d. Vinstri grænum til þess en naga sig nú í handabökin þegar þeir horfa upp á þá staðreynd að þeir fylgja sömu leið og Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking höfðu varðað í stjórnarsamstarfi sínu á liðnum árum. Það á að svínbeygja þjóðina til hlýðni og þagnar á meðan sjálfstæði hennar er stefnt í hvern voðann á fætur öðrum!
Einstefnan í pólitíkinniÉg átta mig ekki á tilganginum en ég hef heyrt að ákafinn sé svo mikill að ungir eldhugar, sem komust inn á þing í kjölfar síðustu kosninga, hafi jafnvel verið grættir undir heilaþvotti flokksforingjanna. Ljótt ef satt er! Trúi þessu þó enn sem komið er þar sem þeir sem um ræðir hafa lítið látið frá sér heyra eftir að hin harða flokksskólun átti að eiga sér stað.

Það er undarleg sú tilhneiging, sem íslensk stjórnvöld hafa verið höll undir sem er sú, að hlutsta eingöngu á ráðgjafa sem krefjast þess að þjóðinni sé haldið óupplýstri um gang mála. Það er a.m.k. svo að þeir sérfræðingar sem eru á öndverðum meiði við stefnu stjórnvalda tala skýrt og tæpitungulaust en þeir sem ríkisstjórnir undangengina ára hafa tekið mark á hvetja til þess að þjóðin fái sem minnstar upplýsingar ef nokkrar.

Spurning hvort þessir ráðgjafar leiki ekki sama leikinn gagnvart stjórnmálamönnunum sjálfum? Þeir stinga þeim í vasann og halda þeim í óupplýstu myrkri hans. Þeir takmarka sjóndeildarhring þeirra og ná valdi á þeim. Þ.e.a.s. valdi kúgarans. Þeir gefa þeim villandi upplýsingar en tala eins og sá sem allt veit. Slíkir ráðgjafar skreyta mál sitt með háfleygum sérfræðiorðum og mörgum aukasetningum til þess að þeir sem þiggi ráð þeirra sitji eftir í þeirri meiningu að þeir hafi ekki vitsmuni til að ná tökum á sérfræðiþekkingu hins „fróða“ ráðgjafa.

Það getur verið að ég sé komin langt út fyrir veruleika þess sem er að ganga meðal þeirra þingmanna sem ég get ekki með nokkru móti séð að séu að vinna mér og þjóð minni annað en ógagn. Eru m.a.s. að vinna að framsali á forsendum lífsviðurværis þjóðarinnar í hendurnar á einum elstu og stórvirkustu nýlenduveldum heimsins!

Ef ég er komin langt út fyrir veruleikann þá hef ég það þó mér til málsbóta að ég get ekki skilið hvernig þeim sem var trúað fyrir því að vinna landi og þjóð allt það gagn sem þeir hafa burði til þverkallist út í það óendanlega við að hlusta á hollráð í stað þess að varpa sjálfstæði þjóðarinnar í gin ljónsins og flóðöldunnar!
Litla þjóðin með auðlindirnarEf þú sem lest þetta bréf vilt benda þingmönnunum sem þú treystir á það hvernig Icesave-samingurinn stefnir Íslandi í hættu skora ég á þig að vekja athygli hans á eftirfarandi sem er að finna inni á kjósa.is. Ég birti hér að neðan hluta af þeim texta sem þar er að finna.

Subject: Hefurðu kynnt þér hvað stendur í IceSave samningnum?

Kæri þingmaður

Nú er loks að skýrast hvað IceSave samningurinn raunverulega geymir.

Fullkominn rétt Hollendinga (Breta líka?) til að hirða allar eignir Íslenska ríkisins ef við getum ekki borgað. Þar með talið orkuna, fiskinn, landnæði og hugsanlega olíu. Og sökum næsta liðs verður engin raunhæf leið fyrir okkur að véfengja neinar kröfur þeirra. (1)

Fullkomið afsal Íslendinga á því að sækja ágreining eða skort á greiðslugetu á alþjóðagrundvelli. Hugsanleg mál væru rekin sem einkamál fyrir breskum dómstólum. Þar sem breskir lögfræðingar myndu takast á um samning sem skrifaður er af breskum lögfræðingum á ensku. (2)

Enginn spunaleikur getur breytt því sem stendur í samningnum. (3)

Þau efnisatriði samningsins sem þegar eru komin í ljós sýna það skýrt að þeir sem samþykkja þennan samning eru að samþykkja landráð. (4)

Að láta sér detta í hug að taka þann séns að eignir Landsbankans verði einhvers virði eftir 7 ár og þann séns að krónan verði einhvers virði eftir 7 ár er ótrúleg heimska (bjartsýni ef kurteisi væri viðeigandi á þessari ögurstundu) og fullkomin vanvirðing á því trausti sem þér er sýnt með því að vera kosinn sem þingmaður á Alþingi Íslendinga.

Ég bið þig innilega, sem Íslendingur að samþykkja ekki þennan afsalasamning heldur neita honum alfarið. Og krefjast þess í leiðinni að IceSave verði útkljáð fyrir alþjóðlegum dómstól eða á annan sambærilegan hátt sem er eðlilegur í samskiptum tveggja sjálfstæðra ríkja.

Ég þakka þér fyrir að hafa lesið þetta og treysti því að þú munir hafa framtíð Íslands sem sjálfstæðs ríkis í huga þegar atkvæðagreiðsla um IceSave samninginn fer fram. [Sjá frh. inni á kjósa.is)


mbl.is Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta eru hrollvekjandi samningar og pukrið sem hefur fylgt þeim hefur gert þessa ríkisstjórn ótrúverðuga og sýnt að það fer ekki mikið fyrir gegnsæinu sem lofað var. Nýlenduveldið bretland átti þe. breska drottningin hér miklar eignir í kjölfar gjaldþrota fyrirtækja Einars Ben. Það kemur kannski að því að við fáum að kaupa til baka einhverja landskika af nýlendunni Íslandi eftir einhverja áratugi. Annars skil ég ekki út af hverju er ekki búið að handtaka upphafsmenn þessa glæps gagnvart heillri þjóð.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.6.2009 kl. 11:18

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér Ævar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.6.2009 kl. 13:04

3 identicon

sammála ykkur Ævari... 

zappa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:51

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr Rakel.  Ég er sammála Ævari og zappa.  Ég er helst á því að einhver  kolkrabbi sem umvefur alla flokksforingja örmum um leið og þeir komast til valda og kreistir svo fast að blóðið hættir að renna til heilans.  Ég vona bara að IveSlave samningurinn verði ekki samþykktur í þinginu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.6.2009 kl. 03:53

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Umskipti SJS í þessum málum sem öðrum eru nánast búin að sannfæra mig um að verið sé að fela einhvern ægilegan sannleik - sannleik sem við munum líklega seint eða aldrei fá nokkuð að vita. Hvað annað getur útskýrt þessi undarlegu umskipti og ofuráherslu samfylkingarinnar á þennan gjörning - og þögn sjálfstæðisflokksins? Getur einhver komið með aðra skýringu?

Hvað í Guðs nafni er það sem fær jafnvel VG til að umpólast algjörlega í þessu máli sem öðrum?

Arinbjörn Kúld, 20.6.2009 kl. 05:16

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Arinbjörn: Getur það verið byssa við gagnaugað sem veldur umskiptunum á SJS? Ég er ekki að ganga af göflunum og alls ekki að grínast! Einfalda þó mál mitt. Hitti konu áðan sem minnti mig á það sem Perkins sagði okkur í Silfri Egils...

Ég verð alltaf sannfærðari og sannfærðari um það að það eina sem getur bjargað þjóðinni er þjóðin sjálf en þá þarf hún að RÍSA UPP OG LÁTA TIL SÍN TAKA!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.6.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir þetta Rakel. Það er þjóðin, ef hún finnur sinn pólitíska vilja, en ekki gungurnar í Ríkissjórninni sem geta tekið á þessu.

Maður veltir fyrir sér skýringunum á þessum sóðaskap sem virðist ganga þvert á flokka. Framganga valdhafanna er svo gjörsamlega óskiljanleg að manni dettur þrennt í hug:

Ógnun (einhverskonar hætta, sbr lífverðir á sínum tíma)

Kúgun (einhverskonar vitneskja sem menn vilja leyna, sbr frosið andlitið á Geir á sínum tíma)

Feitar mútur í formi tengsla, aðstöðu og/eða fjármuna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.6.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir gott innlegg Jakobína!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.6.2009 kl. 22:24

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir Hólið Þórdís og ekki ert þú síðri! Svo glöggskyggn kona og þú ert ætti að hafa meiri tíma til að miðla sínum hugsunum og vangaveltum með okkur hinum! Takk fyrir mjög flott innlegg!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.6.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband