Get ekki á mér setið...

Ég má til að vekja athygli á einkar glöggri greiningu Jennýjar Stefaníu Jensdóttur Jenný Stefanía Jensdóttirá því hvernig ástand þjóðarinnar kom henni fyrir sjónir í stuttri heimsókn hennar til Íslands á dögunum.

Jenný Stefanía, sem býr í skjóli Klettafjalla, segir á bloggi sínu að sér hafi virst að hér búi fjórar þjóðir sem séu eftirtaldar:

1.  "Þeir hljóta að redda þessu", þjóðin.

2.  "Enn í afneitun, þoli ekki þessa neikvæðni", þjóðin.

3.  "Þeir sem hlusta á veðurfregnir og lesa þornað blek", þjóðin.

4.  "Öskrandi bloggara" þjóðin.

Ég hef fylgst með bloggi Jennýjar Stefaníu um nokkurt skeið þar sem hún skrifar gjarnan stutta og skarpa pistla um það sem hæst ber í fréttum af því sem ógnar framtíð okkar í dag. Mér þykir einstakt hvað hún sér líðandi stund í skýru ljósi. 

Pistlarnir hennar spegla ekki aðeins skarpri hugsun heldur líka þvílíkri hlýju til lands og þjóðar að þeir virka á mig sem græðandi smyrsl og uppörvun. Það er líka ómetanlegt að sjá hvernig það, sem við erum að glíma við hér á Íslandi, horfir við þeim sem búa erlendis en líða með okkur samt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég verð að bæta því við að miðað við skilgreiningu Jennýjar Stefaníu þá hlýt ég að tilheyra „öskrandi bloggaraþjóðinni“

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.4.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband