Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Rýnt inn í framtíðinaÞeir eru eflaust margir sem standa í sömu sporum og ég og reyna að rýna inn í framtíðina en sjá þar ekki mikla birtu. Þeir eins og ég fá eflaust að heyra það að þeir séu svartsýnismenn.

Miðað við núverandi forsendur sé ég enga birtutíma framundan. Þvert á móti stefnir í ákaflega erfitt tímabil. Það er undir okkur kjósendum komið hversu erfiðir tímanir framundan verða en ekki síður hversu langvarandi þeir verða.

Ég vona að kjósendur beri gæfu til að vera raunsæir. Að þeir átti sig á því fyrir hvað kosningaloforð flokkanna standa. Að þeir skoði líka hve vel eða illa flokkurinn sem þeir ætla sér að kjósa hefur staðið við það sem hann hefur lofað hingað til.

Svo er líka fullt vit í því að skoða ný framboð. Öruggasta leiðin til að ná fram raunverulegum breytingum er nefnilega oft sú að sleppa takinu á því gamla og hleypa einhverju alveg nýju að.

Þeir sem gagnrýna mig fyrir svartsýni segja gjarnan að það borgi sig ekki að vera svona upptekin af því sem er að. Ég segi á móti að mér finnist það borga sig að horfa óttalaust framan í staðreyndir til að geta tekið skynsamlega ákvörðun.

Ég vil meina að aldrei hafi verið brýnna að horfast í augu við stöðuna eins og hún er í raun. Framtíð þjóðarinnar veltur nefnilega á því að hver einn og einasti Íslendingur meti aðstæðurnar sem við stöndum öll frammi fyrir. Framtíð okkar og þjóðarheill veltur á því að allir kjósendur kjósi út frá heilbrigðri skynsemi.

Það er ekki svartsýni að horfa raunsætt á það sem hefur verið að gerast í samfélaginu að undanförnu. Það er heldur ekkert hættulegt að taka afstöðu og finnast eitthvað um það sem hefur verið að gerast. Það er ekkert óskynsamlegt við það að sleppa takinu á því gamla sem hefur brugðist. Það er ekkert ábyrgðarleysi fólgið í því að treysta á eitthvað nýtt í staðinn.

Það er reyndar eina vitið! Öðru vísi breytist nefnilega alls ekki neitt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Rakel mín !

Þakka þér; þessa tölu, góða. Fyrir mína parta; sýnist mér hyggilegast, að fylgja sjóhunda- og bændanna hliðhollri þungavigtarsveit, þeirra Guðjóns Arnars, líkt og síðast - og þar áður, hverjir eru ei frahverfir, með öllu, þörfum okkar landsbyggðarmanna, til sjávar, sem sveita, og hafa ei komist í kornhlöður spillingar rafta þeirra, við hverja er að kljást, í samtíma okkar - sem og á komandi tímum, sýnilega.

Með; hinum beztu kveðjum, sem fyrr - norður í Eyfirðingaþing /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú bregst við þessari færslu á þann hátt sem ég var að vona að lesendur hennar gerðu. Gengur m.a.s. lengra en mínar björtustu vonir voru bundnar við og segir bara afdráttarlaust hvað þú ætlar að kjósa Ég vona að kosningasannfæring þín feli í sér einhverja gæfu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:57

3 identicon

Heil; enn Rakel mín !

Ætli; viðhorf mín litist ekki, að viðhorfum genginna bræðra minna, sem systra, Austur- Rómverja þeirra, hverjir útverðir voru okkar menningar, sem sæmdar, í austri, á sinni tíð (395 - 1453), af hverjum við tóku Garðaríkismenn (Rússar), með fullum sæmdum, sem verðleikum öllum, einnig. 

Með kærum kveðjum - hinum, sem fyrr, og oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 02:04

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé fram á bjartari tíma eftir að lesa grein Michael Hudson í fréttablaðinu í gær, ég fékk smá von á breytingum.  Þ.e.a.s ef einhver stjórnmálahreyfing tekur mark á greininni og gerir eins og ráðlagt er í henni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.4.2009 kl. 03:18

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er flott grein. Það verður spennandi að fylgjast með honum í Silfrinu á morgun og eins að lesa framhaldið á greininni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 03:37

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég ætla að kjósa borgarahreyfinguna. Traust mitt á fjórflokkunum er í alkuli. Ég get ekki treyst þeim sem sköpuðu þær aðstæður að hægt var að ræna þjóðina fyrir velferð minni og afkomenda minna. Engan vegin. Ekki frekar en ég myndi treysta drukkna bílsjóranum fyrir því að koma bílnum upp á vegin aftur. Ég bar ákveðnar vonir til VG en þær slokknuðu fljótlega þegar þeir tóku að meta fjármagnseigendur meira en fólkið í landinu.

Arinbjörn Kúld, 5.4.2009 kl. 09:23

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg. Ég skil þig vel.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.4.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband