Landsflóttinn er hafinn

... og um leið fækkar þeim sem bera byrðarnar.
Einmanna sorg
mbl.is Íslendingar stefna til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Norðmenn er helst að sækja eftir menntað fólk.
Ég óttist að unga fólkið okkar fara út og fólk sem eru úti í nám komi ekki heim eftir námslok. Fólki lifir ekki á bara af bjartsýni og á sviknum loforðum.

Heidi Strand, 14.12.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Heidi. Svona er þetta.

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 09:23

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heidi: Heldurðu að sérmenntaður íslenskukennari geti látið sig dreyma um að vera eftirsóknarvert vinnuafl í augum Norðmanna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 11:59

4 identicon

Mér finnst þetta sorgleg þróun, eins og eflaust öllum. Var sjálfur í viðtali á föstudaginn hjá Norsku fyrirtæki. Ég geri ráð fyrir að fara út, með konu og fjögur börn. Manni líður eins og rottu að flýja sökkvandi skip, en svona er ástandið, við erum fyrst og fremst að þessu fyrir börnin.

Týpsikur Íslendingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 13:13

5 Smámynd: Einar Solheim

Ég ætla að sjá hvað kemur út úr Evrópumálinu.  Ef stefnan verður ekki tekin á ESB, þá er ég farinn.  Þá erum við einfaldlega í þeirri aðstöðu að það verður ekki spennandi að búa á Íslandi næstu 20 árin (a.m.k.).  Ég bý sem betur fer að því að eiga fjölskyldu erlendis,  og því léttara að fara.  Með ESB aðild hef ég hins vegar trú á því að lífsgæðahlaupið nái í skottið á sér á nokkrum árum og það er mögulega þess virði að upplifa slíkar þrengingar til að búa á Íslandi.

Einar Solheim, 14.12.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2823087.ece

Grein í norsku blaði um landflutninga íslendinga....sorglegur raunveruleiki. En skiljanlegur!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég held að það verði ekki fyrr en í janúar - febrúar sem Íslendingar meðtaki almennilega hvað er framundan. Og þá sjáum við alvöru landflótta.

Ævar Rafn Kjartansson, 14.12.2008 kl. 13:33

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að óska týpískum Íslendingi og fjölskyldu hans góðrar ferðar og framtíðar í Noregi. Sjálf íhugaði ég að flytja til Norðurlanda upp úr 1983. Þá var ég ein með eitt nýfætt barn. Ég hefði sennilega farið nema ég átti ekki einu sinni fyrir farinu út.

Ég er sammála ykkur hinum. Ég held að við eigum eftir að horfa upp á miklu meiri landflótta upp úr áramótunum. Depurðin sem það vekur mér fannst mér best tjáð með myndinni sem ég lét fylgja færslunni. Ég læt hana um að miðla henni í stað þess að tjá hugleiðingar mínar með orðum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 13:49

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Rakel það er andsk...ekkert fyrir sérmenntaðan íslenskukennara að gera annarsstaðar ...hann er sennilega best kominn hér á Akureyri

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 15:01

10 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Held að það sé alveg rétt hjá þér! Greinilega ekki vel valið sérsvið hjá mér a.m.k. ekki þegar tillit er tekið til atvinnumöguleika minna á erlendri grundu

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.12.2008 kl. 15:16

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..hvað þá prófarkalesara eins og mig?

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 15:40

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hef fullan skilning á því að fólk reyni að bjarga sér og leiti út fyrir landssteinanna eftir björgum. En það verður erfitt fyrir þá sem eftir sitja að sjá á eftir þeim.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.12.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband