„Stofnunum framkvæmdavaldsins beitt til að reka ákveðna pólitík“

Þórður Björn SigurðssonMig langar til að vekja athygli á viðtali við Þórð Björn Sigurðsson inni á Svipunni. Sjá hér.

Í viðtalinu rekur Þórður pólitíska fortíð sína, aðdragandann að stofnun Hagsmunasamtök heimilanna og tillögur samtakanna að aðgerðum til hjálpar húsnæðislánagreiðend- um. Hann segir segir frá þróuninn sem hefur orðið frá stofnun HH hvað varðar stjórnmálastéttina til dagsins í dag. Í upphafi var tilvera þeirra nánast hundsuð en nú er stjórn samtakanna einn þeirra umsagnaraðila sem stjórnvöld leita til varðandi þau málefni sem samtökin standa utan um.

Undir lok samtalsins víkur Þórður að störfum sínum fyrir Hreyfinguna en hann hefur verið starfsmaður hennar í bráðum ár. Eðlilega barst talið að núverandi ríkisstjórn og öðru sem viðkemur pólitíksu landslagi. Í því sambandi sagði Þórður m.a. þetta:

Að afloknum síðustu alþingiskosningum var Þórði svipað innanbrjósts og mörgum öðrum; vongóður um betri tíma. Hann hafði því ákveðna þolinmæði gagnvart þessari nýju stjórn. Hún hefur hins vegar sýnt það að hún mun ekki leysa okkar vandamál. Hægri stjórnin gerði það ekki heldur. Þar sem það er orðið ljóst að vinstri stjórnin ætlar ekki að nota tækifærið er eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvað tekur við, bætir Þórður með áhersluþunga.


mbl.is Dómari víkur ekki sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Rakel; æfinlega !

Vil byrja á; að þakka ykkur Þórði Birni, einurð ykkar - sem óbifanlega, og drengilega baráttuna, gegn valdastéttinni.

Viðvíkjandi; Héraðsdóm Reykjavíkurm hefir hann sannað sig í, að vera eitt helztu hjálpartækja spillingarinnar.   

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rakel ég er alveg sammála því sem þarna kemur fram.  Við verðum einhvernveginn að ná fram samstöðu fólksins um brýnustu verkefnin og fylgja þeim eftir af fullum þunga, með því fólki sem sýnt hefur að stendur í fremstu röð þeirra sem vilja réttlæti og sanngirni - Nýtt Ísland.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 10:25

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er hverju orði sannara Ásthildur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.8.2010 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband