Hvernig virkar lýðræðislegur stjórnmálaflokkur?

Eins og öllum er sennilega ljóst hafa sprottið upp margir athyglisverðir grasrótarhópar á undanförnum misserum. Einn þeirra er Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði. Félagið var stofnað 20. nóvember 2010 og hefur komið ótrúlega miklu í verk á stuttum starfstíma.

Alda er líka einn þeirra grasrótarhópa sem koma að rekstri Grasrótarmiðstöðvarinnar þar sem hópurinn fundar gjarnan einu sinni í viku. Félagið er líka með heimasíðu en hún vitnar um þá miklu virkni sem er í félaginu. Í stuttu máli má segja að félagið vinni að því að lýðræðisvæða allt samfélagið en eins og heiti þess ber vitni vinnur hópurinn líka að tillögum um sjálfbærni.

 Alda: Félag um sjálfbærni og lýðræði

Til að fræðast frekar um félagið bendi ég á heimsíðu þess svo og þennan fyrirlestur Kristins Más Ársælssonar sem er varðveittur inni á You Tube. Hér er hins vegar ætlunin að vekja sérstaka athygli á tillögum Öldu um lýðræðislegan stjórnmálaflokk sem fulltrúar félagsins kynntu m.a. á laugardagsfundi í Grasrótarmiðstöðinni 21. janúar sl.

Guðmundur D. Haraldsson kynnti tillögurnar og má nálgast kynningu hans hér. Tillögurnar má líka nálgast á heimasíðu félagsins (sjá hér). Í kjölfar kynningarinnar spunnust mjög fjörugar umræður um tillögurnar en þær voru allar teknar upp og eru nú aðgengilegar í þremur hlutum. 

Alvöru lýðræðiÍ ljósi þess hvernig komið er fyrir lýðræðinu er ekki óeðlilegt að við spyrjum okkur hvernig alvöru lýðræði verði komið á? Það liggur væntanlega í augum uppi að í gömlu flokkunum liggur alltof mikil forræðishyggja og þess vegna líklegt að margir komist að þeirri niðurstöðu að það sé aðkallandi að lýðræðisvæða stjórnmálin.

Ef til vill er gömlu flokkunum ekki viðbjargandi enda útlit fyrir að stór hluti þjóðarinnar treysti þeim ekki lengur fyrir atkvæðum sínum. Að undanförnu hafa þrjú ný framboð verið kynnt til sögunnar og ef til vill er von á fleirum. Allir þeir sem hafa kallað eftir breytingum ættu að fagna því að fá loksins tækifæri til að leggja fjórflokknum sem með verkum sínum hefur nánast gert út af við lýðræðið.

Það er hins vegar stór spurning hvort nýju framboðunum tekst að höfða þannig til kjósenda að af því geti orðið. Leiðin til þess gæti verið sú að þessir nýju flokkar temdu sér lýðræðisleg vinnubrögð frá upphafi og takist þannig að laða til sín algerlega nýtt fólk. Fólk sem er tilbúið til að byggja upp lýðræðislegt samfélag. En hvaða leiðir er hægt að fara til að auka lýðræðið og er ekki fullt af hættum í því fólgið að gefa lýðnum tækifæri til að ráða of miklu?

Hér á eftir eru þrjú myndskeið frá laugardagsfundinum þar sem tillögur Öldu um lýðræðislegan stjórnmálaflokk voru kynntar í Grasrótarmiðstöðinni. Fundurinn bar yfirskriftina: Lýðræðið er lykillinn. Hér eru að finna spurningar og svör sem snerta hugmyndir Öldu t.d. um slembival og 80%-leiðina. Það er Kristinn Már Ársælsson sem svarar spurningum áheyrenda.

Hér er fyrsti hlutinn en hann inniheldur m.a. spurningar og svör um það hvernig á að verjast spillingu og um slembival:



Hér er svo annar hlutinn þar sem spurningarnar snúast aðalalega um: slembivalið, stefnuskrána, stofnun lýðræðislegs stjórnmálaflokks og málefnahópa.



Hér er svo þriðji og síðasti hlutinn þar sem umræðan snýst aðallega um 80%-in, fjármál stjórnmálaflokka, slembivalið og ábyrgð fjölmiðla.



Að lokum langar mig til að mælast til þess að þessum myndböndum verði dreift sem víðast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hef ekki tíma núna til að lesa þessa grein þína, ég ætla mér að geyma hana og lesa yfir þegar tíminn er nægur.  Takk fyrir að benda á grasrótina og Öldu

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2012 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband