Ólafur Ísleifsson: Lífeyrissjóðirnir í ólgusjó

Ólafur ÍsleifssonÓlafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, leiðir næsta laugardagsfund sem verður haldinn í Grasrótar- miðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn hefst kl. 13:00 laugardaginn 11. febrúar en þar mun Ólafur fjalla um lífeyrissjóðakerfi landsmanna.

Í umfjöllun sinni mun Ólafur fara yfir forsendur fyrir þróun og fjárhagsstöðu lífeyrissjóða. Auk þess sem hann mun ræða um hætturnar sem steðja að lífeyrissjóðum landsmanna og nauðsynlegar úrbætur í ljósi nýútkominnar skýrslu nefndar sem starfaði á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Ólafur Ísleifsson er meðal þeirra hagfræðinga sem hafa verið ómyrkir í gagnrýni sinni á stjórn efnahagsmála í landinu, þ.m.t. fjármál lífeyrissjóðanna. Það má því búast við virkilega áhugaverðu erindi og eldfjörugum umræðum í framhaldinu.

Bent skal á að viðburður hefur verið stofnaður inni á Facebook til að auglýsa þennan fund (sjá hér). Grasrótarmiðstöðin er líka komin með heimasíðu þar sem viðburðir á vegum grasrótarinnar eru auglýstir (sjá hér)

Grasrótarmiðstöðin

Laugardagsfundirnir eru orðnir fastur liður í dagskrá Grasrótarmiðstöðvarinnar. Þeir sem hafa leitt fundina hafa bæði verið einstaklingar og fulltrúar grasrótarhópa sem hafa verið virkir í viðspyrnunni frá hruni. Á þessu ári hafa nú þegar verið haldnir þrír slíkir fundir.

Á þeim hafa fulltrúar Öldu: Félags um sjálfbærni og lýðræði kynnt tillögur sínar um lýðræðislegan stjórnmálaflokk, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna sagt frá kröfunum á bak við undirskriftarsöfnun Samtakanna og viðtökum stjórnvalda og síðasta laugardag útskýrði Jón Þór Ólafsson, höfundur bókarinnar „The Game of Politics“ hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs í viðleitninni við að hafa áhrif á stjórnvöld. Gestir á þessum fundum hafa að jafnaði verið á milli 50-70.

Fyrirlestrarnir sem hafa verið fluttir á þessu ári hafa verið teknir upp og eru nú aðgengilegir á myndbandsvefnum You Tube. Það á þó eftir að vinna eitthvað úr umræðunum í framhaldi þeirra þannig að það má vera að það eigi eftir að bætast meira við.   Hér sjá t.d. þessa klippu úr fyrirlestri Andreu J. Ólafsdóttur, formanns Hagsmunasamtaka heimilanna).

Það er hægt að finna þau öll með því að slá inn: Grasrótarmiðstöðin í leit á You Tube. Með tíð og tíma verða þau svo vonandi öll aðgengileg inni á heimasíðu Grasrótarmiðstöðvarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel á morgun Rakel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband