Ef forsetinn vill...

 Þó það hafi ekki farið mikið fyrir fréttum af mótmælum á undanförnum dögum þá er ég a.m.k. búin að vera að taka þátt í mótmælaaðgerðum þrjá síðustu daga. Ég veit af sumum sem erum búnir að vera að sinna slíku nær alla daga sem Icesave-málið hefur verið til umræðu inni á þingi. 

Icesave-frumvarpinu, sem nú er orðið að lögum frá Alþingi, hefur reyndar verið mótmælt með ýmsum aðferðum M.a. hefur hópur sem kallar sig Indefence staðið fyrir undirskriftarsöfnun. Nú þegar þetta er skrifað eru þeir 53904 sem hafa skrifað undir hann.

Þessi undirskriftarlisti verður afhentur forseta Íslands kl. 11:00 á morgun (2. janúar) að Bessastöðum. Indefende-hópurinn hefur látið erlenda fréttamenn vita af þessum viðburði og því má reikna með að um hann verði fjallað í erlendum fjölmiðlum. Eins og flestir vita er núverandi forseti afar veikur fyrir alþjóðasamfélaginu. Það er því mikilvægt að okkur takist að safna saman góðum hópi af fólki til að koma saman við Bessastaði af þessu tilefni og skapa stemmingu sem snertir við fréttamönnunum og skilar sér í umfjöllun þeirra á atburðinum!

Málið er grafalvarlegt! þannig að ég reikna auðvitað með að sjá þig á Bessastöðum með rauð blys kl. 11:00 í fyrramálið!

 

mætum öll á Bessastaði kl. 11:00 á morgun í tilefni að afhendingu undirskriftalistana sem Indefence-hópurinn hefur safnað. Erlendir fjölmiðlamenn verða viðstaddir þannig að sýnum alþjóðasamfélaginu, sem ÓRG er svo veikur, fyrir að við viljum þjóðaratkvæðagreiðslu!


mbl.is Vilji þjóðarinnar hornsteinninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hef það eftir áræðanlegum heimildum að Geir Jón hafi beðið um að ekki væri hreyft við þessu máli í gær þar sem það væri

1 fullt túngl

2 löng helgi

Magginn (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband