Rautt neyðarkall

Eins og þeir sem fylgjast með blogginu mínu vita bý ég á Akureyri. Ég hef því haft fá tækifæri til að fylgjast með umræðunni í þingsal Alþingis á þingpöllum. Tveir síðustu dagar hafa fært mér mína fyrstu upplifun af því. Þar hef ég fylgst með þriðju umræðunni um Icesave.

Fyrsta skiptið mitt á þingöllum var í gærkvöldi. Þetta fyrsta skipti færði mér heila andvökunótt. Ég gat ekki sofnað fyrir háværum hugsunum mínum. Hugsunum sem þutu eins og stormar og vöktu mér ugg og og áhyggjur sem hafa reyndar búið í huga mínum allt síðastliðið ár. Þetta varð bara einhvern veginn miklu áþreifanlegra með því að sitja inni í suðupottinum þar sem ákvarðanirnar eru teknar.

Ég fór tvisvar í dag. Nú síðast í kvöld. Í meginatriðum fyllti þessi vera á þingpöllum mig sannfæringu um það að við, kjósendur verðum að gera eitthvað annað en það sem við erum að gera núna. Við verðum að sparka okkur fram úr þægingastólnunum og láta að okkur kveða!

Í sannleika sagt þá færði vera mín á þingpöllum mér heim sanninn um það að við getum fáum, ef nokkrum, treyst öðrum en okkur sjálfum! Þess vegna heiti ég á alla þá sem lesa þessar línur að koma niður á Austurvöll á morgun! Við erum þegar ágætur hópur sem ætlum að byrja þar um leið og þingfundur hefst í fyrramálið eða kl. 10:30 og verðum eins lengi og þingfundur stendur yfir. Kannski lengur!

Ég bið ykkur að taka með ykkur rauð neyðar- eða bengalblys til að taka þátt í rauðu neyðarkalli. Framtíð þín og mín er í húfi! Framtíð allra. Framtíð lands og íslensku þjóðarinnar - og mundu ófæddra barna þessarar þjóðar líka! Ég veit að þú vilt standa með sjálfum þér! Ég veit að þú vilt segja börnunum þínum eða litlu frændsystkinum þínum að þú hafir tekið þátt í því að búa þeim lífvænlega framtíð. Að þú vilt segja þeim að þú hafir gert allt sem var í þínu valdi!

Ég veit að þú vilt ekki þurfa að viðurkenna að þú hafir setið hjá og látið það sem er hægt að snúa við núna bara gerast. Ég minni þig á að við eigum ekki að borga Icesave! Rökin sem ég ætla að draga fram núna eru þau að Icesave-málið snýst ekki um það að borga lán sem kom allri þjóðinni til góða heldur er verið að neyða okkur til að gangast í ábyrgð fyrir mislukkað gróðarbrall Björgúlfsfeðga!

En þetta snýst um miklu meira en Icesave. Það vitum við öll. Það er ekki síst sú staðreynd sem rann svo skýrt upp fyrir mér með veru minni á þingpöllum þessa tvo síðastliðna daga. Þó sérstaklega nú í kvöld. Það var uppnám í þingsalnum vegna gagna sem eru sögð hafa verið að koma fram fyrst nú. Sumum þingmanna mæltist afskaplega vel þrátt fyrir það. Sumir stóðu m.a. afspyrnu vel með þjóðinni í ræðum sínum. Sögðu hluti sem ég gat tekið undir af öllu hjarta en nokkrum þeirra get ég einfaldlega ekki treyst vegna verka þeirra í fyrri ríkisstjórn og/eða þátttöku í „óðærinu“.

Þó ég trúi því að bæði Þorgerður Katrín og Bjarni Benediktsson séu heil í því að krefjast þess að Icesave-frumvarpið verði tekið til rækilegrar endurskoðunar á grundvelli nýrra upplýsinga og að úr vafaatriðum varðandi þennan samning verði skorið með faglegum hætti. Þó ég standi í þeim sporum að treysta þeim margfalt betur í þessu máli heldur en þeim Steingrími, Jóhönnu og Össuri - þá treysti ég þeim engan veginn að öðru leyti.

A.m.k. ekki á meðan reynt er að breiða yfir kúlulán í Kaupþingi og hlutdeild í turnafyrirtækjum í suðurálfu. Þetta vantraust á ekki aðeins við um þau tvö heldur alla þá þingmenn sem sátu á þingi fyrir hrun. Vandamálið er nefnilega ekki síst það að traustið og virðingin fyrir Alþingi er okkur langflestum horfin! Það er ekki síst þess vegna sem við þurfum að senda út rautt neyðarkall! Við verðum að minna á að við erum til staðar. Að við fylgjumst með og ef þetta fólk sem hefur valist inn á þing rækir ekki skyldur sínar við land og þjóð af einurð og heiðarleika þá höfum við vald og burði til að segja þeim upp!

Þess vegna skora ég á þig að mæta á morgun og láta alla í kringum þig vita af því að hetjurnar verða allar á Austurvelli á morgun. Rauða neyðarkallið verður sent út á hádegi!


mbl.is Icesave-umræðu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti  Fylgdist með á tölvunni í kvöld...hélt reyndar á tímabili að ég væri að horfa á Spaugstofuna

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 01:41

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Búinn að bóka flug mæti með öllum þeim krafti sem ég hef!

Sigurður Haraldsson, 30.12.2009 kl. 01:53

3 identicon

Heil og sæl; Rakel mín, sem og, þið önnur - og, þakka þér kveðjuna, fyrir stundu!

Nú sjáið þið kannski; hvers lags Draugur, var upp vakinn, árið 1845, þar sem er, hið svokallaða Alþingi - og; allur sá óþverri, sem gerfi- lýðræðinu fylgir, gott fólk.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 02:00

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég skil þig fullkomlega Anna! Maður veltir því virkilega fyrir sér hvort sumir eru að leika sjálfan sig, hvort þeir upplifi sig í einhverjum raunveruleikaþætti þannig að allt sem þeir segja og gera sé fyrir myndavélaaugað eingöngu:-/

Fagna því að þið ætlið bæði að mæta! Sigurður fær auðvitað sérstakt hrós þar sem mér skilst að hann eigi heima á Akureyri. Það ætti svo sannarlega að virka hvetjandi á þá sem eiga styttra að sækja Austurvöll að fólk leggi jafnmikið á sig og þú, Sigurður, til að styðja við lífvænlega framtíð!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.12.2009 kl. 02:03

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heill og sæll, Óskar og þakka þér sömuleiðis. Kveðjan barst svo seint frá mér vegna þess að ég er svo langt frá tölvunni minni og ekki auðvelt að komast í tölvu þar sem ég dvel á meðan ég er í borginni. Ég er svo heppinn núna í kvöld að gestgjafi minn fór í bíó þannig að ég misnota aðstöðu mína grimmt

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.12.2009 kl. 02:07

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kemst ekki í fyrramálið, en ég reyni að koma við á Austurvelli á morgun.  Ég horfði á Alþingisumræðurnar á mánudaginn í eftirmiddaginn.  Þá var Þór Saari í pontu annað slagið og leist mér vel á málflutning hans eins og venjulega.  Ég segi það fullum fetum að Hreyfingarfólkið Þór, Birgitta og Margrét eru að standa sig ótrúlega vel á Alþingi okkar Íslendinga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.12.2009 kl. 02:21

7 Smámynd: Helga Þórðardóttir

koma svo mætum öll og látum þingmenn finna að við erum að fylgjast með þeim. Okkur er ekki sama um framtíð okkar.

Helga Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 02:21

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Vandamálið er nefnilega ekki síst það að traustið og virðingin fyrir Alþingi er okkur langflestum horfin!"

Hverju orði sannara. 

Magnús Sigurðsson, 30.12.2009 kl. 08:26

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/998071/ Gangi ykkur vel Rakel mín, ég er með ykkur í huganum.  Áfram Ísland!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband