Þeir gætu hjálpað til...

Inni á Fésbókinni gengur nú afar forvitnilegt myndband sem mig langar til að vekja athygli á. Þetta er viðtal norska ríkisstjónvarpsins, NKR, við Má Másson sem er upplýsingafulltrúi Glitnis. Mér er reyndar ekki kunnugt um það hvort hann gegnir þessari stöðu enn. Í þessu sambandi er réttað benda á að þetta viðtal var nefnilega tekið fyrir ári síðan.

Hér má sjá viðbröðg Más við spurningum Viðskiptablaðsins varðandi þetta viðtal en þar vill hann ekki tjá sig frekar um það en með orðunum: „Ég var tekinn.“

Spurningarnar sem vakna þegar maður horfir og hlustar á viðtal fréttamannsis frá NKR eru m.a. þessar: Hvar værum við stödd ef íslenska fréttamannastéttin væri ekki tannlaus? Ef fréttamennirnir spyrðu alvöruspurninga en hlustuðu ekki þegjandi og athugasemdalaust á loftbelginslegar upphafningar-og syndaaflausnaræður fjármála- og stjórnmálamanna?

Sjáið þetta viðtal þá heyrið þið hvaða áhrif það hefur að spyrja um ábyrgðina og ganga á eftir slíkum spurningum! Það er kannski of mikið sagt að maðurinn skammist sín en það er a.m.k. úr honum allt loft! Hann er greinilega verulega sleginn út af laginu og veit það að hann kemst ekki upp með bullið sem hann ætlaði sér að sleppa með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við eigum varla alvörufjölmiðlafólk....og þeir sem eru beittir er kastað


Hólmdís Hjartardóttir, 21.10.2009 kl. 19:12

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega. Þetta er þess vegna ekki eingöngu sök fréttamannastéttarinnar heldur þeirra sem eiga þá og reka

Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.10.2009 kl. 20:04

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allir íslensku fjölmiðlarnir eru þaggaðir, vegna hagsmunaárekstra.  Þöggun er til þess að halda fólkinu, okkur öllum óupplýstum.  Þetta myndband segir mikla sögu, ábyrgð er bara málatilbúnaður til þess að reikna sér ofurlaun.  Það er ekkert á bakvið ábyrgðina nema fíflagangur og spilling. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.10.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins og sjá má hér starfar Már Másson ennþá hjá bankanum - við samskiptamál. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.10.2009 kl. 14:13

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þetta Lára Hanna! Var einmitt að vona að einhver myndi staðfesta þann grun minn. Sú ósk rættist

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.10.2009 kl. 22:53

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er nú ekki annað hægt Rakel en að skellihlægja við að horfa á þessa hörmung.

Kv,ari

Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er grátbroslegt og svo eru svona jeppar enn við störf

Haraldur Bjarnason, 27.10.2009 kl. 14:21

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er rétt þetta er grátbroslegt! Maður verður a.m.k. að reyna að sjá það broslega við þessa vitleysu alla saman en það kemur að því að það sýður upp úr...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.10.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband