Gæti skipt máli...

Icesave, Icesave, Icesave... Þessi grafalvarlegi fáránleikaþáttur, sem þetta orð stendur fyrir, er farið að virka á heilabúið í mér eins og orkusjúgandi heilaþvottur. Það skyldi þó aldrei vera tilgangurinn með allri endaleysunni í kringum þessi ósköp? Þreyta fórnarlambið svo að það geri allt til að losna undan... sætti sig jafnvel við hvaða afarkosti sem er til að kaupa stundarfrið undan síbyljunni!?!

Hins vegar þreytist ég aldrei á því að velta því fyrir mér hvort heitið á þessum bankagjörningi er kaldhæðni eða bara tilviljun. Hver byggir allt sitt á ís? A.m.k. ekki framsýnn maður! Þess vegna spyr ég mig hvort nafnið var valið með vísun í það hvað átti að verða um þennan sparnað eða hvort örlögin gripu bara í taumanna og gáfu heiti skrímslisins gráglettnislega merkingu?

Icesave gerði nefnilega ekkert annað við peningana, sem var lagður þar inn, en láta þá gufa upp eins og bráðinn ís. Ég trúi þó ekki þeirri glópakenningu Björgólfs yngri, sem kom fram í myndinni Guð blessi Íslands, að peningar almennings gufi bara upp sisona! Ég trúi því hins vegar að hann hafi gert eitthvað til að sparnaður þeirra, sem lögðu bankanum til fé, hjaðnaði eins og ís frammi fyrir hinum raunverulegu eigendum þeirra. Ástæðan hlýtur að vera sú að hann gerði eitthvað vafasamt...

En nóg um það. Í dag fékk ég sent bréf sem vakti athygli mína. Bréfið segir frá nokkru varðandi viðbrögð Breta sl. haust sem ég hef a.m.k. alveg misst af hingað til. Kannski á það við um fleiri og þess vegna birti ég þetta bréf hér:

Mér var bent á grein í Daily Mail frá 13. október 2008 (síðast uppfærð 24. janúar 2009) þar sem kemur skýrt fram að breska bankakerfið var aðeins þremur klukkustundum frá algjöru hruni þann 10. október 2008. Það var jafnvel verið að undirbúa allsherjarlokun banka, hraðbanka og netbanka.

Vandamálið byrjaði 6. október þegar FTSE byrjaði að falla hratt og samfara því byrjaði áhlaup á bresku bankanna.

Það er því augljóst að hryðjuverkalögunum var beitt (8. október 2008) í gríðarlegri örvæntingu til þess að hamla útstreymi fjármagns úr breska fjármálakerfinu. Enda var þetta fullmikil örvænting til þess að geta staðið undir þeirri opinberu skýringu að eingöngu væri verið að gæta hagsmuna breskra innistæðueigenda gagnvart íslensku neyðarlögunum.

Mér þykir undarlegt að þetta sjónarmið hafi ekki komið sterklega fram í íslenskri þjóðmálaumræðu og þykir mér full ástæða til þess að bæta úr því.

Slóðin inn á fréttina er hér.


mbl.is Beðið eftir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Rakel, æfinlega !

Þakka þér; þessa greinagóðu samantekt, sem; reyndar, oftar.

Ég var; fyrir stundu, að senda gömlum spjallvini mínum, Sveini hinum Unga, snarpa skammadembu - hvar; hann mærir illþýðið, Jóhönnu og Steingrím, beina arftaka Haarde óskapnaðarins, í hástert - eins og; hann sé að storka okkur, dreng fjandinn.

En; víða liggur firringin, svo sem, Rakel mín.

Með beztu kveðjum; norður yfir heiðar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er hætt að vita hverju ég á að trúa um Iceslave. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.10.2009 kl. 00:34

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Því miður voru ekki margir sem tóku eftir þessari frétt, en við vorum samt nokkur sem gerðu það.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.10.2009 kl. 10:57

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er afar athyglisvert. Fæ á tilfinninguna að íslandi og þegnum þess hafi verið fórnað til að koma í veg fyrir að bankakerfi Evrópu og síðan heimsins alls hryndi til grunna.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband