Með vetrinum koma líka borgarafundirnir

Frá borgarafundi á Akureyri sl. veturÞar sem þessi frétt tengist Norðurlandi þá ætla ég að leyfa mér að notfæra mér hana til að vekja athygli á fyrsta borgarafundi vetrarins hér á Akureyri. Fundurinn verður tileinkaður greiðsluverkfallinu og verður haldinn n.k. mánudagskvöld. Sjá fréttatilkynninguna hér að neðan og þessa frétt inni á dagur.net

Mig langar til að taka það fram hvað mér, sem fulltrúa í borgarafundanefndinni hér fyrir norðan, þykir vænt um eftirfarandi lokaorð þessa akureyska vefmiðiðls: „[Borgara]fundirnir hafa það markmið að upplýsa almenning og hafa þá stefnu að öll sjónarmið komi fram sama hvort stjórnin sjálf er sammála þeim eða ekki.

Við förum aftur af stað með borgarafundina en fyrsti fundur vetrarins er kynning á Hagsmunasamtökum heimilanna og fyrirhuguðu greiðsluverkfalli.

Staður og tími: Deiglan mánudaginn 28. september kl:20:00

Fundarstjóri: Guðmundur Egill Erlendsson

Framsögur:

  • Margrét Ingibjörg Ríkarðsdóttir, húsnæðislánagreiðandi
  • Þorvaldur Þorvaldsson, í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna og formaður verkfallsstjórnar
  • Arney Einarsdóttir, meðstjórnandi Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Bragi Dór Hafþórsson, lögfræðingur og kollegi Björns Þorra Viktorsonar


Pallborð: Frummælendur og

  • Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háslólann á Akureyri
                                                         Borgarafundanefndin á Akureyri

 


mbl.is Mikil hálka á Öxnadalsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Til hamingu með þetta framlag

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.9.2009 kl. 01:54

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir það Jakobína mín Ég held að allir sem voru á fundinum geti tekið undir það með mér að þetta var flottur fundur! Auðvitað hefðu fleiri mátt mæta og njóta þess fróðleiks sem þar kom fram en það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á svoleiðis smámunum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.9.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband