Sumir vilja bara ekkert læra!

Ég fylltist ónotalegri óraunveruleikakennd við lestur tengrar fréttar. Hún staðfestir það nefnilega svo vel að stjórnvöld ætla alls ekki að draga neinn lærdóm af undangegnum ósköpum. Það sýnir sig best í því að þau ætla að keyra áfram á sömu hugmyndunum og settu okkur á hausinn.

Í tengdri frétt segir m.a:

Full samstaða er meðal stjórnarflokkanna um hvaða opinberar framkvæmdir, fjármagnaðar af lífeyrissjóðunum, skuli farið í á næstunni. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lýst yfir vilja sínum til þess að hafist verði handa um framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun og Suðurlandsveg og hönnun nýs Landspítala. Önnur verkefni sem eru inni í myndinni eru til að mynda Vaðlaheiðargöng og stækkun flugstöðvarinnar á Akureyri, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður þingflokks þeirra. (leturbreytingar eru mínar)

Samkvæmt þessu er hugmyndaörbirgðin svo algjör að það eina sem stjórnvöldum dettur í hug eru óarðbærar stórframkvæmdir í stíl við þær sem keyrðu hér allt í þrot. Ég efast ekki um að ein meginástæðan er sú að þau telja það frumskyldu sína að bregðast við kröfum stóru atvinnufyrirtækjanna sem hafa hagnast á vega- og virkjanaframkvæmdum undangengina ára.

Það er útlit fyrir að með þessu eigi að leika sér að hagtölunum. Þær fara upp á meðan á framkvæmdunum stendur, en fyrr en varir verður niðurstaðan nánast sú sama og við stöndum frammi fyrir í dag.
Hagfræðihugmyndir rányrkjunnarNæsta brotlending verður bara enn verri en sú sem við stöndum frammi fyrir núna því þá munum við ekki aðeins standa frammi fyrir óarðbærum fjárfestingum í steypu og malbiki heldur galtómum lífeyrissjóðum líka!


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er skíthrædd, þegar stjórnvöld ætla að fara að leika sér með lífeyrissparnað okkar.  Það er ekki nóg að fjárglæframennirnir spiluðu póker með fé fengnu úr lífeyrissjóðunum, nú ætlar þessi misvitra stjórn að gera sama hlutinn.  ARG

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nákvæmlega! Fyrir utan að það stangast a.m.k. á við siðferðislög að stjórnvöld geti vaðið inn í lífeyrisstjóðina án þess að almenningur sem stofnaði til hans fái neitt um það að segja. Hvorki eignanám hans né ráðstöfun!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.9.2009 kl. 00:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm, án lífeyrissjóðanna, þá förum við úr öskunni í eldinn.

Alls ekki má nota þeirra fjármagn, til nokkur annars hlutar, en þ.s. getur raunverulega skilað þeim arði.

Sem sagt, ekki Háskólasjúkrahús. Virkjun, einungis ef hún verður þá í þeirra eigu.

Alls ekki, vegaframkvæmdir.

Eitt, finnst mér koma til greina, þ.e. að taka þátt í uppsetningu sjóðs til að styrkja nýsköpunarverkefni.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.9.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

....ógnvekjandi...vitsmunaþurrð...eða eitthvað verra...

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.9.2009 kl. 02:21

5 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þvílíkur skortur á greind. Það er bara niðurlægjandi fyrir þroskahefta að bera þá saman við þetta lið.

Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 06:43

6 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Íslendingar gætu til dæmis sett fjármuni í eitthvað skynsamlegt verkefni til útflutnings eins og rafbílavæðingu á norðurlöndum og í evrópu. Ég efast ekki um að það fengjust í slíkt verkefni verulegir fjármunir frá fjárfestum og stórir styrkir frá Evrópusambandinu hvort sem mönnum líkar við það eða ekki.

Nýjar náttúruvænar rafhlöður eru að líta dagsins ljós, þráðlaus hleðsla, ódýrari sólarrafhlöður, flottir rafbílar...

Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband