Vonandi berst forsetanum þetta bréf!

Þau eru mörg vonbrigðin sem skella á íslenskri þjóð um þessar mundir. Vonbrigði á vonbrigði ofan á sama tíma og fréttirnar af viðbjóðnum sem hefur viðgengist hrannast upp. Það mætti e.t.v. hugga sig við það ef eitthvað marktækt væri að gerast sem segði okkur að það væri verið að taka alvarlega á þessum málum eða snúa ófögnuðinum við og taka upp nýjar starfsaðferðir í anda viðreisnar réttlætinu og lýðræðinu. En það er öðru nær!

Á vafri mínu um netheima hefur hver viðbjóðurinn á fætur öðrum barið sjónhimnur mínar og vitund þannig að ég var að niðurlotum komin af sorg og hugarvíli. Þá rakst ég á þetta bréf Tóta Sigfriðs sem ég ætla að leyfa mér að birta hér:

Herra forseti

Þar sem að þér hafið í dag skrifað undir samninga þá sem gengið hafa undir nafninu ICESAVE, vil ég koma eftirfarandi skoðunum mínum til yðar.

Þar sem að þér hafið nú hunsað beiðni mína og rúmlega 10.000 annarra Íslendinga um að skrifa EKKI undir þetta skjal sem að mun binda enda á sjálfstæði Íslands, þá lýsi ég því yfir að þér sitjið ekki lengur í embætti í mínu umboði.

Þér hafið talað um að það þurfi að brúa gjána sem myndast hefur á milli alþingis og Íslendinga, en með athæfi yðar þá hafið þér rifið niður brúarstólpana.

Þér hafið sannað það að það sé ekki heill almennings sem að þér berið í brjósti heldur hagur fárra fjármálamanna sem er efst á listanum.

Það var veik von mín að þér munduð sjá að þessu máli væri best skotið til þjóðarinnar en ekki rættist sú ósk mín og með því hefur þú undirstrikað að vilji þjóðarinnar er ekki marktækur í alvarlegasta máli sem komið hefur upp hér á landi.

Aðgerðir þínar munu eflaust leiða til þess að fleiri Íslendingar munu hugsa til brottflutnings frá landinu.

Ég krefst þess að þér segið af yður sem fyrst þar sem miklar efasemdir hafa vaknað hjá almenningi á Íslandi um heilindi þín í embætti yðar.

Þórður G. Sigfriðsson

 


mbl.is Bloggheimar loga vegna ákvörðunar forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nokkurnveginn eins og ég vildi hafa orðað það, að frátöldum kjarnmiklum fúkyrðum og jafnvel verru.

Eitt er meinlegt við þetta bré þó, en það er fljótfærnisvilla í annari málsgrein.

"Þar sem að þér hafið nú hunsað beiðni mína og tæplega 10.000 annarra Íslendinga um að skrifa undir þetta skjal sem að mun binda enda á sjálfstæði Íslands, þá lýsi ég því yfir að þér sitjið ekki lengur í embætti í mínu umboði."

Þarna vantar "EKKI". Annars er meiningin þveröfug og það er ansi pínlegt.

Þetta ætti að vera svona:

"Þar sem að þér hafið nú hunsað beiðni mína og tæplega 10.000 annarra Íslendinga um að skrifa ekki undir þetta skjal sem að mun binda enda á sjálfstæði Íslands, þá lýsi ég því yfir að þér sitjið ekki lengur í embætti í mínu umboði."
 


Jón Steinar Ragnarsson, 2.9.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

ORG hætti að vera minn forseti á degi eitt í hruninu.

Kv, ari

Arinbjörn Kúld, 2.9.2009 kl. 23:35

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir ábendinguna Jón Steinar! Er búin að leiðrétta þetta fyrir hönd bréfritarans. Setti hana m.a.s. með hástöfum því eins og þú segir skiptir þetta orð höfuðmáli í þessu samhengi öllu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.9.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er að gefast upp, ég held að allt sem yfir okkur kemur á næstunni eigum við skilið.  Túrbó innlimun í ESB og allt eins Jóhönnu hefur dreymt um í mörg herrans ár.  Ég held að ESB geti ekki verið verra en það sem við búum við í dag...AArRRRRggGGGG og GGGAAARRRRGGGG

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2009 kl. 01:47

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki gefast upp! Þú mátt urra af og til en ekki gefast upp!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.9.2009 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband